is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37157

Titill: 
 • Titill er á ensku Suicidal behaviour among women with history of childhood sexual abuse
 • Sjálfsvígshegðun meðal kvenna með sögu um kynferðisofbeldi í æsku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur og markmið: Sjálfsvígshegðun (sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaði og sjálfsvígstilraunir) og sjálfsvíga þekkt eru alvarleg lýðheilsuvandamál á heimsvísu. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að ýmsir þættir geti haft áhrif á þessar útkomur, eins og áfallasaga, þ.m.t. að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl kynferðisofbeldis í æsku og sjálfsvígshegðunar meðal kvenna á Íslandi. Sértæk markmið voru að kanna algengi og bakgrunn einstaklinga með sögu um kynferðisofbeldi í æsku og sjálfsvígshegðun á lífsleiðinni, kanna tengsl á milli kynferðisofbeldis í æsku og sjálfsvígshegðunar og tengsl á milli fjölda tilvika kynferðisofbeldis í æsku og sjálfsvígstilrauna.
  Efniviður og aðferð: Áfallasaga kvenna er rannsókn á konum á Íslandi, 18 ára og eldri. Markmiðið er að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Fyrstu gagnasöfnun lauk 1. júlí 2019 og tóku alls 31.811 konur þátt. Til að meta sögu um kynferðisofbeldi í æsku var Adverse Childhood Experience International Questionnaire (ACE-IQ) listinn notaður og spurningar úr The World Health Organization World Mental Health Composite International Diagnostic Interview (WHO WMH-CIDI) voru notaðar til að meta sögu sjálfsvígshegðun á lífsleiðinni.
  Niðurstöður:. Samtals greindu 11,4% kvenna frá nauðgun í æsku og 3,8% frá tilraun til nauðgunar í æsku. Í heild greindu 28,3% kvenna frá því að hafa upplifað sjálfsvígshugsanir um ævina, 17,4% höfðu sögu um sjálfsskaða, 16,1% höfðu skipulagt sjálfsvígstilraun um ævina og 6,7% greindu frá því að hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Tengsl fundust milli þess að hafa upplifað tilraun til nauðgunar eða nauðgun í æsku og sjálfsvígshegðunar á lífsleiðinni. Tengslin voru greinileg fyrir sjálfsvígshugsun, sjálfsskaða, gerð áætlunar um sjálfsvíg og tilraun til sjálfsvígs, og voru sterkust fyrir sjálfsvígstilraun; bæði meðal kvenna með sögu um nauðgunartilraun í æsku (OR = 3,25, 95% CI 2,90-3,64) og meðal kvenna með sögu um nauðgun í æsku (OR = 3,62, 95% CI 3,22-4,08). Áhættan á sjálfsvígstilraunum jókst eftir því sem tilvikum nauðgunar í æsku fjölgaði.
  Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að kynferðisofbeldi í æsku tengist sjálfsvígshegðun á lífsleiðinni og að sterkustu tengslin séu við tilraun til sjálfsvígs. Þá gefa niðurstöður einnig til kynna að áhætta á sjálfsvígstilraun geti aukist með fjölda tilvika kynferðisofbeldis í æsku.

 • Útdráttur er á ensku

  Background and aims: Suicide and suicidal behaviour (suicidal ideation, self-harm, and suicide attempts) are a major global public health concern. Previous studies have found an association between childhood sexual abuse (CSA) and risk of suicidal behaviour. The aim of this study was to investigate the role of CSA on suicidal behaviour among women in Iceland. More specifically, we aimed to study the lifetime prevalence and background characteristics of CSA and suicidal behaviour, the association between childhood sexual abuse and suicidal behaviour and the association between number of rapes and suicide attempts.
  Methods and materials: The SAGA cohort is a unique nationwide study on the impact of trauma on women ‘s health. The target population are all women, 18 years or older. First wave of data collection was completed July 2019 (N=31,811). CSA was measured with the Adverse Childhood Experience International Questionnaire (ACE-IQ), and suicidal behaviour with single item questions from The World Health Organization World Mental Health Composite International Diagnostic Interview (WHO WMH-CIDI).
  Results: 11.4% of participants reported a history rape during childhood and 3.8% reported attempted rape during childhood. The total prevalence for lifetime suicidal thoughts was 28.3%, 17.4% for lifetime self-harm, 16.1% for lifetime suicidal planning, and 6.7% for lifetime suicide attempts. An association was found between history of attempted rape and rape during childhood and all suicidal behaviour (suicidal thoughts, self-harm, planning and attempt), with strongest association for suicide attempt (attempted rape: OR 3.25 (95%, CI 2.90-3.64), and rape: OR 3.62 (95% CI 3.22-4.08)). A dose-response relationship was found between history of rape in childhood and lifetime suicide attempts.
  Conclusion: Findings indicate that CSA is associated with all suicidal behaviour, with strongest association for suicide attempts. Moreover, increased number of childhood rape increased the risk of suicide attempts.

Samþykkt: 
 • 14.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH lokaritgerð - Rebekka Valberg.pdf329.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg145.86 kBLokaðurYfirlýsingJPG