is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37159

Titill: 
 • Komix
 • Titill er á ensku Komix
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi skýrsla er viðskiptaáætlun fyrir Komix, þekkingarfyrirtæki fyrir veitinga,- hótel- og matvælageirann sem veitir margvíslega ráðgjöf. Ráðgjöfin sem fyrirtækið býður upp á er fyrst og fremst byggð upp á áratuga reynslu fagmanna og sérfræðinga innan geirans. Ráðgjöf sem þessi er alls ekki ný af nálinni því erlendis eru margar stórar keðjur víðs vegar um heiminn sem sérhæfa sig í sams konar ráðgjafaþjónustu eða „restaurant consulting.” Notast var við hugmyndafræði Ostwalder (2004) við gerð þessa viðskiptalíkans til að sjá hvort Komix hefði það tækifæri í höndum sér sem það telur sig hafa. Á ári hverju eru opnaðir nýir veitingastaðir og ný hótel rísa hratt upp í takt við fjölgun erlendra ferðamanna til landsins. Margir fara út í að opna nýja veitingaþjónustu án þess að gera sér fullkomlega grein fyrir öllum þeim þáttum sem taka þarf tillit til. Rekstur fyrirtækja í veitinga,- hótel- og matvælageiranum er harður og í mörg horn að líta. Fyrir jafnt nýja sem gamla í þessu umhverfi eru fjölmörg atriði sem betur mega fara í rekstrinum og fara jafnvel fram hjá rekstraraðilum vegna anna eða hreinnar vankunnáttu. Þá er mikil hætta á að vandamálin byrji að hlaðast upp eitt af öðru, og áður en fólk veit af, stendur það frammi fyrir að stofnféð er búið, tap er á rekstrinum og/eða framlegð undir væntingum. Þegar farið er í rekstur af þessum toga verður að hafa margt í huga til að reksturinn gangi vel. Má þar nefna nokkra lykilþætti eins og þjálfun starfsfólks, að skýrir verkferlar séu til staðar og að stjórnendur hafi yfirgripsmikla sýn á allt er viðkemur rekstrinum, s.s. birgðahald, hreinlætismál og ekki síst stafræna markaðssetningu. Niðurstaða skýrslunnar sýnir að hér er um að ræða gott viðskiptatækifæri sem vert er að halda vel utan um og skipuleggja vel stefnu þess bæði viðskiptalega sem og markaðfræðilega séð.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  This report describes a business plan for Komix a food and restaurant company that helps it´s clients developing focused strategic guidelines to help improve their businesses. Komix is built around experts that have used their decades of experience and expertise. This type of consulting is relatively new in Iceland, but it is known around the globe as “restaurant consulting.” This report focuses specifically on using the Ostwalder business model canvas to see if there is a need or opportunities for companies like Komix in the Icelandic market. In recent years, the number of foreigners visiting Iceland has risen substantially as have the number of restaurants and hotels. There are a lot of entrepreneurs out there, some are new in the business and they start their businesses without fully realizing what they are getting in to and before they know it those insignificant things you always wanted to improve have grown over your head - your capital is gone, your margins are a lot less than expected and you are losing money. This is where a company like Komix can step in. The company focuses on creating tools for in-house resources to execute, including staff training, clear and maintained operating procedures, digital marketing consumer promotions, new product introductions, limited time only offerings (LTOs), menu and menu board design and providing and implementing the tools needed for management oversight. It does not matter if you are new or old in the business, there is always room for improvement. By following the Ostwalder ideology about the business model canvas the conclusion is that there is a place for a company like Komix on the market and this is a business opportunity worth considering.

Samþykkt: 
 • 15.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SólrúnBjörgÓlafsdóttir_BS_Lokaverk.pdf1.39 MBLokaður til...31.12.2027HeildartextiPDF
Yfirlysing_Solrun_Bjorg_Olafsdottir.pdf67.85 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð vegna viðkvæmra upplýsinga til ársloka 2027