Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/3716
Í þessari lokaritgerð er fjallað um gildi þess að lestrarkennsla byrjenda sé einstaklingsmiðuð. Þörfum barna og þekkingu er ólíkt farið þegar þau hefja grunnskólagöngu og nauðsynlegt er að taka tillit til þessa. Flestir kennarar eru sammála um rétt barna til einstaklingsmiðaðrar kennslu en eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig haga megi kennslunni þannig að hún mæti þörfum allra. Í ritgerðinni eru skipulagi og framkvæmd einstaklingsmiðaðrar lestrarkennslu gerð góð skil. Lagt er til að kennt sé í stigskiptum hópum þar sem nemendur vinna sjálfstætt að ýmsum verkefnum á vinnustöðvum meðan kennari einbeitir sér að kennslu eins hópsins. Heimsóttur var skóli á höfuðborgarsvæðinu þar sem starfað er eftir slíku fyrirkomulagi og að auki var farið í Ölduselsskóla en þar vinna kennararnir með nemendum sínum á svo kölluðum vinnustöðvum en slíkt kennslufyrirkomulag hentar vel einstaklingsmiðuðu námi.
Í ritgerðinni er fjallað um hvernig lestur þróast hjá börnum og þá mikilvægu þætti sem góður lestur byggir á. Komið er inn á lestrarerfiðleika, fyrirbyggjandi aðgerðir og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Rannsóknir benda til að meiri líkur séu á að hægt sé að beina barni inn á rétta braut með markvissri kennslu sem hefst snemma á skólagöngunni.
Lykilorð: Einstaklingsmiðuð lestrarkennsla
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
lestrarkennsla_fixed.pdf | 638.76 kB | Open | Heildartexti | View/Open |