is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3717

Titill: 
 • Virðing/Respekt í grunnskólum : áhrif Virðingarkerfisins (Respekt-programmet) á agavandamál nemenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að meta áhrif Virðingarkerfsins (Respekt-programmet) á agavandamál nemenda og kanna viðhorf stjórnenda þriggja skóla til agakerfisins. Í fræðilega hlutanum er fjallað um Virðingarkerfið (Respekt-programmet) og árangurinn af notkun þess á atferlisvandamál nemenda. Þá var leitað svara við því hvernig hefði gengið að innleiða kerfið og hvort það hefði leitt til breytinga í skólunum.
  Rannsóknarviðtöl voru tekin við skólastjóra í þremur grunnskólum í Stavanger sem nota Virðingarkerfi (Respekt-programmet). Viðtölin voru hálf opin og stuðst var við viðtalsramma sem útbúinn var út frá fræðilegum gögnum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að skólastjórnendur telji að Virðingarkerfið (Respekt-programmet) hafi hagnýtt gildi fyrir þá sem stjórnendur og hafi einnig jákvæð áhrif á skólabrag, almenn samskipti meðal nemenda, meðferð agavandamála og bekkjarstjórnun. Stjórnendur upplifa að kerfið geti leitt til betra samstarfs kennara og foreldra. Kerfið eflir faglegan undirbúning kennara og dregur þar með úr agavandamálum nemenda. Mikilvægt er að skipuleggja innleiðingarferlið vel í nánu samstarfi við starfsmannahópinn. Þetta er langtímaverkefni sem allir starfsmenn verða að vera með í og samþykkja áður en kerfið er tekið í notkun. Kerfið samhæfir allar reglur skólans svo að allir starfsmenn skólans þekki og séu þjálfaðir í að bregðast við atferlisvandamálum nemenda. Hlutverk kennara og starfsmanna er að geta gripið inn í ýmis atvik á skólalóðinni, ganginum eða í íþróttasalnum án þess að niðurlægja viðkomandi.
  Virðingarkerfið (Respekt-programmet) getur skapað jákvætt andrúmsloft innan skólans sem síðar getur leitt til betri samskipta á milli starfsfólks og nemenda. Orðið virðing er áhrifamikið og gefur til kynna gildi og viðmið sem nýtist þegar takast á við atferlisvandamál í skólasamfélagi.

Samþykkt: 
 • 28.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni 29. april 2009..pdf5.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna