is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37178

Titill: 
  • Gildi þess að efla félags- og tilfinningahæfni nemenda (SEL) fyrir skólastarf á Íslandi
  • Titill er á ensku The value of strengthening students' social and emotional learning (SEL) for school work in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að fjölmargar rannsóknir sýni ótvíræðan ávinning af því fyrir skólastarfið að leggja áherslu á að efla og þroska félags- og tilfinningahæfni, bendir margt til þess að skólastarf á Íslandi sé ekki komið mjög langt í þessum efnum og að þessi viðfangsefni hafi ekki verið fyrirferðamikil í námi barna hér á landi. Áherslur á að efla félags- og tilfinningahæfni (SEL) hafa verið að ryðja sér til rúms erlendis og hafa rannsóknir sýnt að það sé að skila miklum árangri. Félags- og tilfinninganám snýst í stuttu máli um að efla fimm hæfniþætti sem snúast meðal annars um að greina eigin tilfinningar og annarra, takast á við álag, setja sig í spor annarra, sýna samkennd, eiga í góðum samskiptum við aðra, taka skynsamar ákvarðanir og fleira. Hér verður leitast við að varpa ljósi á þrjár rannsóknarspurningar. Hvað má ráða af rannsóknum um hvaða leiðir eru árangursríkastar til að efla félags- og tilfinningahæfni?, hvaða þættir þurfa að vera til staðar í skólastarfinu og skólaumhverfinu svo áherslur á félags- og tilfinningahæfni skili sem mestum árangri? og hvernig geta áherslur á að efla félags- og tilfinningahæfni nýst við að takast á við og fyrirbyggja krefjandi hegðun? Það verður gert með því að skoða fjölda rannsókna og benda á gagnlegar leiðir sem geta nýst kennurum við að leggja áherslur á að efla tilfinninga- og félagshæfni hjá nemendum. Þá verður einnig fjallað um leiðir til að byggja upp umhverfi sem styður við þessar áherslur. Ljóst er að áherslur SEL gætu haft mikið gildi fyrir íslenskt skólastarf en niðurstöður sýna meðal annars bætta líðan nemenda og kennara, betri námsárangur og minni krefjandi hegðun svo fátt eitt sé nefnt.

  • Útdráttur er á ensku

    Despite the fact that numerous studies show unequivocal benefits for the school work to focus on strengthening and developing social and emotional skills, there are many indications that school work in Iceland has not come very far in this area and that these issues have not been extensive in education of children in this country. Emphasis on strengthening social and emotional skills (SEL) has been gaining ground abroad and research has shown that it is yielding great results. In short, social and emotional education is about developing five skills that include analyzing one's own feelings and those of others, dealing with stress, following in the footsteps of others, showing empathy, communicating well with others, making wise decisions, and more. An attempt will be made here to shed light on three research questions. What can be deduced from research on what are the most effective ways to strengthen social and emotional skills ?, what factors need to be present in school work and the school environment in order for emphasis on social and emotional skills to be as effective as possible? and how can the emphasis on strengthening social and emotional skills be used in dealing with and preventing challenging behavior? This will be done by looking at a number of studies and pointing out useful ways that can be useful to teachers in emphasizing students' emotional and social skills. Ways to build an environment that supports these emphases will also be discussed. It is clear that SEL's emphasis could have great value for Icelandic school work, but the results show, among other things, improved well-being of students and teachers, better academic results and less demanding behavior, to name but a few.

Samþykkt: 
  • 28.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð.pdf316.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistaraverkefni_Kristján Sturla.pdf743.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna