is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37179

Titill: 
 • ,,Ég vil bara vera hér“ : þættir í skólamenningu í þremur grunnskólum og hlutverk stjórnenda í mótun hennar
 • Titill er á ensku “This is where I want to be” : area of school culture in three primary schools and the role of principals in shaping school culture
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er sjónum beint að skólamenningu en fræðimönnum ber saman um að jákvæð og sterk skólamenning sé mikilvægur hlekkur í skólaþróun og farsælli skólagöngu nemenda. Þessi ritgerð er byggð á niðurstöðum rannsóknar þar sem skólamenning í þremur grunnskólum var skoðuð og hvaða leiðir skólastjórnendur fóru í mótun hennar. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um reynslu skólastjórnenda og kennara, greina hana og reyna að skilja hvað gert er til að stuðla að því að skapa gott umhverfi sem einkennist af jákvæðri skólamenningu.
  Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn. Gögnum var safnað með viðtölum við skólastjóra, kennara í rýnihópi, vettvangsathugunum auk skjalarýni haustið 2019. Helstu niðurstöður benda til þess að fjórir þættir séu áberandi í leiðum skólastjóranna í að byggja upp jákvæða skólamenningu: Fyrsti þátturinn snýr að leiðum sem þeir fóru til að veita forystu; annar þáttur snýr að mikilvægi þess að stjórnendur hafi skýra og sterka sýn; þriðji hverfist um áherslur og tekur m.a. til hefða og samstarfs og að lokum þáttur sem tekur til samstarfs kennara líkt og teymiskennslu auk mikilvægis væntinga til nemenda.
  Skólastjórnendur þurfa að vera meðvitaðir um skólamenningu stofnunarinnar sem þeir standa í forsvari fyrir, þekkja veikleika og styrkleika hennar. Á þann veg er líklegra að gæðakennsla fari fram og að nemendum og starfsfólki líði vel.

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay, the focus will be on school culture, where educational research shows that a positive school culture is an important part of a successful education. This essay will present findings from a study on areas of school culture in three different types of school and how school leaders find ways to shape it. The purpose of this essay is to gather information from school leaders and teachers on school culture, analyse the information and try to understand what it takes to create a good working environment based on a positive school culture.
  The research is a qualitative case-study. The data was gathered by interviewing school principals, teachers in focus groups, (making?) observations and using existing written material in the autumn of 2019. The main findings suggest school leaders use four distinctive ways to create a positive school culture. The first is how leaders choose to lead, the second is the importance of a strong vision by the leader, the third revolves around emphasis in leadership and how tradition and collaboration comes in to play, and finally the collaboration of teachers, for example, team teaching and positive expectations of pupils.
  School leaders need to be aware of the school culture in the institution they lead, and know its strengths and weaknesses, that way it is more likely that quality education will take place, and both pupils and teachers are happy and successful.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_lokaverkefni.pdf177.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni_snh.pdf735.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna