Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3718
Markmið ritgerðarinnar er að ræða boðskap málshátta og íhuga hvort hann eigi við í nútímasamfélagi. Í ritgerðinni er fjallað um bændasamfélagið nánar tiltekið á 19. öld og þangað til veldi þess hrundi. Sérstaklega er fjallað um bernskuna, uppeldi barna og mun á því milli samfélaga. Einn kafli fjallar svo sérstaklega um málshætti, sögu þeirra, tilgang og viðhorf almennings gagnvart þeim.
Margt hefur verið skrifað af erlendum fræðimönnum um málshætti en í fimmta kafla er vitnað í umfjöllun nokkurra slíkra um margræðni og mótsagnir málshátta. Fjölmargir málshættir tengjast börnum og barnauppeldi en í sjötta kafla er varpað ljósi á nokkra slíka, merkingu þeirra og notkun. Þar er einnig fjallað aðeins um breytingu á samskiptum fólks vegna tilkomu tækninýjunga á borð við tölvur og farsíma.
Boðskapur margra málshátta á við enn í dag en sumir eru úreltir vegna þess að margt hefur breyst í samfélaginu. Uppeldishættir eru aðrir, atvinnan er ólík og gildismatið er annað en áður var. Undir vissum kringumstæðum hættir fólki samt sem áður til að líta á staðhæfingar málshátta sem heilagan sannleika.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Boðskapur málshátta.pdf | 1.29 MB | Lokaður | Heildartexti |