Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37183
Í þessari ritgerð tek ég til athugunar þá viðteknu skoðun að skólanum, frá leikskóla og upp úr, sé allt mögulegt. Þegar honum þó takist ekki það sem hann gefur fyrirheit um eða af honum er vænst, þá sé um að kenna einhverju í framkvæmd hans, að teknu sanngjörnu tilliti þó til þeirra samfélagslegu aðstæðna sem hann býr við eða þeirra starfsskilyrða sem stjórnvöld skapa honum, svo eitthvað sé nefnt. Skólinn er þannig gagnrýndur á þessum forsendum, að honum sé ekkert ómögulegt, en fyrst og fremst verður hann þó aðnjótandi margvíslegra og á stundum fjarstæðukenndra hugmynda um mögulega getu sína, bara ef hann tæki mið af rannsóknum, tæki upp breytta starfshætti og, almennt séð, fylgdi þeim aðferðum í kennslu, því skipulagi, þeirri stjórnun, þeim starfsháttum og þeirri hugmyndafræði sem mætustu hugsuðir um skólamál hverju sinni boða.
Nú er það fjarri lagi að í þessari ritgerð minni ætli ég að gera lítið úr tilraunum skólamanna og fræðimanna um skólamál til að bæta skólastarfið. Ég geri ráð fyrir að allt sem skólinn reynir að gera til batnaðar og allt það sem hugsuðir um skólamál setja fram í sama tilgangi eigi rétt á sér. Ég vil einungis benda á og staldra við þá ábendingu að sú kerfisbundna, stofnanavædda og víðtæka skólavæðing sem átt hefur sér stað á heimsvísu á undanförnum, í rauninni örfáu árum, er ekki sjálfgefið, ótakmarkað námslegt tilvistarform þeirra sem sæta henni heldur skapar hún, þvert á móti, mjög takmarkaðan og mjög takmarkandi reynsluheim þeirra sem sæta henni meðal annars í 10 ára skyldunámi í grunnskólum á Íslandi.
Í framhaldinu leyfi ég mér að varpa fram, í örfáum orðum, hugsýn minni um breyttan skóla, þótt ég viti að honum verði ekki breytt með hugsjónum, svo kyrfilega sem hann er bundinn af lögum, hagsmunum, hugsunarhætti og samfélagsgerðinni allri.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed-ritgerð_Sigríður_Sjöfn_Helgadóttir.pdf | 405.82 kB | Locked Until...2025/10/01 | Complete Text | ||
yfirlýsing_sigridur_sjofn.pdf | 209.8 kB | Locked | Declaration of Access |