is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37188

Titill: 
 • Samskipti og traust milli nemenda og kennara í tengslum við bekkjarstjórnun
 • Titill er á ensku Communication and trust between students and teachers in connection with classroom management
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru samskipti og traust kennara og nemenda í tengslum við bekkjarstjórnun (e. classroom management). Markmið hennar er að varpa ljósi á þýðingu góðra samskipta og gagnkvæms trausts nemenda og kennara fyrir bekkjarstjórnun og hvaða leiðir kennarar geta farið til að byggja upp jákvæð samskipti. Tilgangurinn er m.a. að gefa reynsluminni kennurum hugmyndir um hvernig þeir geti styrkt bekkjarstjórnun. Spurt er um hvernig umsjónarkennarar sjá hlutverk sitt í tengslum við bekkjarstjórnun, hvaða aðferðum þeir beita til að byggja upp traust og hvernig þeir sjá það sem þátt í að styrkja bekkjarstjórnun.
  Fyrri rannsóknir hafa sýnt að kennarinn er í lykilhlutverki þegar kemur að bekkjarstjórnun. Gott samband á milli kennara og nemenda hefur jákvæð áhrif á nám og getur sömuleiðis dregið úr agavandamálum. Samskipti eru lykilatriði til þess að vinna traust nemenda og geta fyrirbyggt agavandamál. Þættir eins og traust, öryggi og vellíðan nemenda og væntumþykja skapa gott lærdómsumhverfi fyrir nemendur og leiða til betri bekkjarstjórnunar.
  Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn. Tekin voru viðtöl við fjóra umsjónarkennara á höfuðborgarsvæðinu, tvo karlkyns og tvo kvenkyns. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess umsjónarkennurum finnst að góð samskipti og gagnkvæmt traust skipta máli og hafa áhrif á bekkjarstjórnun og styður þar með niðurstöður fyrri rannsókna. Jákvæð samskipti og traust leiða til betra andrúmslofts í kennslustofunni sem skapar í kjölfarið betra lærdómsumhverfi. Niðurstöður sýna líka að öll samskipti skipta máli, hvort sem það eru formleg samskipti inni í kennslustofu, óformleg samskipti á göngum skólans eða viðbrögð kennara við hegðunarvandamálum. Góð samskipti leiða síðan til gagnkvæms trausts.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this study are the communication and trust between teachers and students in relation with classroom management. The aim is to highlight the importance of good communication and the mutual trust of students and teachers for classroom management and what ways teachers can go to enhance positive communication. The purpose is, among other things, to give less experienced teachers ideas on how they can strengthen their approach to classroom management. Questions are asked on how the supervising teachers see their role in classroom management, what methods they use to build trust and how they see it as a part of strengthening classroom management.
  Previous research has indicated that the teacher plays a key role when it comes to classroom management. A good relationship between teachers and students has a positive effect on learning and can also reduce disciplinary problems. Factors such as trust, student security and well-being and affection create a good learning environment for students and lead to more successful classroom management.
  The study was a qualitative interview study. Interviews were conducted with four supervising teachers in schools located in the capital area, two male and two female teachers. The results of this study indicate that the supervising teachers feel that good communication and mutual trust are important and influence classroom management and thus support results of previous research. Positive communication and trust lead to a better atmosphere in the classroom, which in turn creates a better learning environment. The results also show that all communication is important, whether it is formal communication inside the classroom, informal communication in the school corridors or teachers' reactions to behavioral problems. Good communication then leads to mutual trust.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Andri Már Magnason.pdf625.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Andri Már.pdf187 kBLokaðurYfirlýsingPDF