Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37189
Immigration requires adaptability to change, including adjustments to a new country’s language and system of communication. This is particularly challenging in Iceland because many Icelanders attach symbolic value to the language and consider the language itself as ‘pure’ and potentially endangered by contact with other languages (Skaptadóttir & Innes, 2016; Trililani, 2015). This stance prevails in spite of language being considered a flexible system of communication that naturally changes over time (Langer & Nesse, 2012), and contrasts with the “Resolution on the status of the Icelandic language” (Icelandic Language Council, 2018), which encourages Icelanders to be considerate towards people of foreign origin and their less-than-perfect usage of the Icelandic language. Recent studies have shown that insufficient Icelandic language skills can lead to immigrants´ isolation within society as well as exclusion in the workplace (Burdikova et al., 2018; Christiansen & Kristjánsdóttir, 2016; Skaptadóttir & Innes, 2016). Research also indicates that many learners are dissatisfied with their Icelandic language instruction and subsequent language learning experiences (Renner, 2010; Sölvason & Meckl, 2019; Þórisdóttir et al., 1997).
This study (1) provides understanding of how immigrants learn Icelandic and use it in their communities, and (2) identifies approaches that can effectively support social integration through language learning. Employing a qualitative research design, the experiences of ten adult Filipino immigrants living outside the capital area were collected through in-depth interviews, then analysed through an interpretative phenomenological process. Results indicate that immigrants who had discouraging experiences in their communities expressed anxiety, self-doubt, and insecurity, and tended to use a strategy of switching to English. Immigrants who had favourable language learning experiences were more motivated to speak Icelandic in daily life, enhancing their language adaptability. Notably, those who experienced Icelandic as a shared language within the community expressed a high degree of social adaptation, thereby contributing to social integration.
Þegar flutt er til nýs lands krefst það hæfni til að takast á við breytingar, meðal annars að laga sig að tungumáli og samskiptakerfum nýja landsins. Þetta er sérstaklega mikil áskorun á Íslandi því margir Íslendingar líta svo á að tungumálið hafi táknrænt gildi og sé „hreint“ og í hættu vegna snertingar við önnur tungumál (Skaptadóttir & Innes, 2016; Trililani, 2015). Þetta viðhorf er fast í sessi þrátt fyrir að litið sé á tungumál sem sveigjanlegt samskiptakerfi sem breytist á eðlilegan hátt með tímanum (Langer & Nesse, 2012) og er viðhorfið ekki í samræmi við Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2018 (Icelandic Language Council, 2018), þar sem Íslendingar eru hvattir til að sýna því tillitsemi þegar fólk af erlendum uppruna hefur ekki gallalaus tök á íslenskri tungu. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að slakt vald á íslensku getur valdið félagslegri einangrun innflytjenda og útilokun á vinnustöðum (Burdikova et al., 2018; Christiansen & Kristjánsdóttir, 2016; Skaptadóttir & Innes, 2016). Rannsóknir benda einnig til þess að margir erlendir íslenskunemar séu óánægðir með íslenskukennslu og síðari reynslu af því að læra tungumálið. (Renner, 2010; Sölvason & Meckl, 2019; Þórisdóttir et al., 1997).
Sú rannsókn sem hér er lögð fram 1) veitir skilning á því hvernig innflytjendur læra íslensku og nota hana í samfélagi sínu og 2) bendir á leiðir sem geta stutt við félagslega aðlögun gegnum tungumálanám. Eigindlegu rannsóknarsniði er beitt þar sem reynsla tíu fullorðinna innflytjenda frá Filippseyjum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins var safnað með viðtölum og niðurstöður síðan greindar í fyrirbærafræðilegu túlkunarferli.
Niðurstöður sýna að innflytjendur sem upplifðu letjandi reynslu í samfélagi sínu sögðu frá kvíða, efasemdum og óöryggi og höfðu tilhneigingu til að skipta yfir í ensku. Innflytjendur sem áttu jákvæða reynslu af tungumálanámi voru áhugasamari um að nota íslensku í daglegu tali, sem jók aðlögunarfærni þeirra. Áhuga vekur að þau sem upplifðu íslensku sem sameiginlegt tungumál í samfélagi sínu sögðu frá mikilli félagslegri aðlögun sem hjálpaði þeim að samlagast samfélaginu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AnnalouPerez_finalsubmission.pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
declaration.pdf | 217,63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |