is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37190

Titill: 
  • Matarhefðir þriggja trúarbragða : samþætt námsefni heimilisfræði og samfélagsfræði fyrir nemendur í unglingadeild
  • Titill er á ensku Recipes from three religions : integrated study materials for students between the ages 12-16 in home economics and social studies
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu lokaverkefni er að gera uppskriftarhefti sem kennarar geta nýtt sér við kennslu sína. Með námsefninu fylgir greinargerð þar sem við kynnumst þremur trúarbrögðum; búddisma, kristindómi, með áherslu á kaþólskan sið, og íslam. Fjallað verður um matarhefðir hverra trúarbragða fyrir sig og hvað það er sem hafði og hefur áhrif á hvernig mataræði þeirrar trúar er háttað. Skoðað verður hvernig hægt er að koma námsefninu á framfæri og með hvaða aðferðum. Litið verður á gagnsemi samþættingar námsgreina í kennslu þess námsefnis sem hér er sett fram. Þar verður lögð áhersla á samþættingu heimilisfræði og samfélagsgreina þar sem trúarbrögð eru undirgrein samfélagsgreina. Námsefnið tengist beint markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla (2011/2013) bæði grunnþætti og markmiðum tveggja greina; heimilisfræði og samfélagsgreina. Þetta lokaverkefni á því að geta nýst þeim sem starfa við heimilisfræðikennslu í grunnskólum til að ná því markmiði að kenna nemendum um ólíkar matarhefðir þjóða þar sem trúarbrögð eru hluti af menningu og siðum þeirra. Einnig væri hægt að nýta námsefnið sem samþætt verkefni með samfélagsgreinum þar sem lagt er upp með að nemendur öðlist þekkingu og skilning á trúarbrögðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of the thesis is to make a recipe book that can be used as study material by teachers. Along with the recipes, a close look will be taken into three religions; Buddhism, Roman-Catholics in Christianity and Islam. The eating habits of each religion will be discussed, both what has affected each religion's diet. The thesis will demonstrate how to teach the study material and with what methods. It will also show how the study material can be integrated as well as how it can be useful for teachers. Emphasis will be placed on the integration of home economics and social studies since religion is part of social studies. In that way, it fulfils the objectives of the National curriculum guide for primary schools (2011/2013), both the fundamentals of education and the goals for education in home economics and social studies. Hopefully the thesis will be useful to those who teach home economics in primary schools to achieve the goal of teaching students about different eating
    habits of nations where religion is part of their culture and costume. This study material could also be used as an integrated project with social studies, since that subject teaches students about religion.

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arndís Sara Þórsdóttir Námsefni.pdf3,58 MBOpinnNámsefniPDFSkoða/Opna
Arndís Sara Þórsdóttir.pdf612,82 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
120433324_2629911703937322_3453492493119865912_n.jpg40,39 kBLokaðurYfirlýsingJPG