Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37191
Nám til stúdentsprófs í íslenskum framhaldsskólum var stytt um eitt ár á árunum 2015¬–2016. Þegar þessi rannsókn er unnin stunda því fyrstu heilu árgangar nemenda sem luku stúdentsprófi af þriggja ára brautum, grunnnám í háskóla. Markmið verkefnisins er að skoða á gagnrýninn hátt viðhorf og reynslu háskólanema af styttingunni. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var við að svara voru eftirfarandi: Hver eru viðhorf og reynsla háskólanema af styttri námsbrautum til stúdentsprófs? Hvað segir viðhorf nemenda til styttingarinnar um stigveldi námsgreina? Hvaða áhrif telja háskólanemar að styttingin hafi haft á námsupplifun þeirra í framhaldsskóla? Hvernig endurspegla viðhorf og reynsla nemenda af styttingunni hlutverk og tilgang framhaldsskólans? Hvaða rödd höfðu nemendur á styttri námsbrautum?
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á kenningum um raddir nemenda í samhengi við breytingar á skólastarfi. Þá er einnig stuðst við hugmyndir um hlutverk og tilgang skóla, sem og hugmyndir um stigveldi námsgreina. Einnig er styttingin skoðuð í sögulegu samhengi og hlutur nýskipanar í opinberum rekstri skoðaður í tengslum við hana. Rannsóknin er eigindlegs eðlis; alls tóku tíu nemar við Háskóla Íslands þátt í paraviðtölum og efni viðtalanna var þemagreint.
Niðurstöðurnar voru fjölþættar og gefa vísbendingar um mikið álag á nemendum í styttra námsskipulagi. Lýsir það sér meðal annars þannig, að þáttakendunum þótti námi í framhaldsskólum hafa verið „þjappað saman“ fremur en endurhugsað í kjölfar styttingar. Nemendum þótti þeir ekki hafa rödd þegar kom að ákvörðun um styttinguna og útfærslu hennar. Hugmyndir nemenda um tilgang og hlutverk framhaldsskóla eru þversagnakenndar – skólinn er í senn mikilvægur og ómerkilegur. Félagsmótunarhlutverk hans er þó stórt í augum nemenda og áhrifa tæknihyggju og einstaklingshyggju gætir í viðhorfum um hlutverk skóla. Viðhorf nemenda endurspegla nokkuð hefðbundið stigveldi námsgreina, með náttúrufræði og stærðfræði á toppnum, iðn- og starfsgreinar á botninum og tungumál nokkuð neðarlega. Niðurstöður þessar eru innlegg í áframhaldandi umræðu um og rannsóknir á styttingu námstíma til stúdentsprófs.
Lykilorð: stúdentspróf, stytting námstíma, hlutverk og tilgangur skóla, raddir nemenda, stigveldi námsgreina.
In 2015 and 2016, the length of all academic programmes at Icelandic upper-secondary schools was shortened by one year. Thus, the first cohorts of students graduated from the shorter academic programmes had entered undergraduate programmes at university at the onset of this study. The aim of this study is to critically evaluate the attitudes and experiences of undergraduate students with regards to the shorter academic programmes. The research questions are as follows: What are student’s experiences and attitudes towards shorter academic programmes? What can their attitudes tell us about subject hierarchy? What effects do students believe the shortening of academic programmes had on their secondary education? What can their attitudes tell us about the role and purpose of secondary education? Did students have a voice in the shorter academic programmes?
This study is built on theories of school change and related theories of student voice. It is furthermore concerned with theories on the role and purpose of schooling, as well as ideas on subject hierarchy. The paper also looks at the institutional reform through a historic lens and relates its implementation to the ideas of New Public Management (NPM). The study is a qualitative one; we interviewed ten students at the University of Iceland in pairs and analysed their responses using a thematic analysis method.
The results are multifaceted; They indicate that upper-secondary school students experience high levels of stress in the shortened academic programmes, which relates to their experience of academic content being „crammed,“ rather than re-organised in response to the change. Students feel as though their voices were unheard in both the decision making and implementation processes surrounding the change. Students’ ideas on the role and purpose of secondary education are somewhat contradictory – the school is simultaneously important and unimportant. The school mainly plays a role in socialisation in the opinion of students and their attitudes toward the role of education can be classified as instrumentalist and individualist. Their attitudes reflect a rather traditional subject hierarchy; Physical sciences and mathematics are considered important, while trade and vocational education are not viewed as important and languages have a low status. These results contribute to the ongoing discussion and research on the shortened academic programmes in Icelandic upper-secondary schools.
Key words: upper secondary education, shorter academic programmes, role and purpose of school, student voice, subject hierarchy.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Arnór Bjarki Svarfdal MEd ritgerð.pdf | 789,23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Arnór Bjarki Svarfdal Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf | 951,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |