is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37195

Titill: 
 • Kennarinn sem námskrársmiður : námskrárfræðileg nálgun á samfélagsgreinakennslu
 • Titill er á ensku The teacher as a curriculum maker : a curriculum approach to social science teaching
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er eigindleg viðtalsrannsókn byggð á hálf-opnum viðtölum við samfélagsgreinakennara á unglingastigi. Rannsóknarspurningin er: Hvað hefur áhrif á samfélagsfræðikennara þegar þeir velja námsefni og kennsluaðferðir? Fræðilegt baksvið ritgerðarinnar er námskrárfræði. Þátttakendur í rannsókninni voru sex samfélagsgreinakennarar á höfuðborgarsvæðinu. Áttu þeir það sameiginlegt að hafa kennt samfélagsgreinar á unglingastigi skólaárið 2019-2020. Voru þeir flestir samfélagsgreinamenntaðir og með mikla starfsreynslu sem kennarar. Einnig voru rýndar námskrár skólanna sem kennararnir starfa við og samfélagsgreinakafli aðalnámskrár 2013.
  Niðurstöðurnar eru í samræmi við þróun menntunar á Íslandi frá hefðbundna skólanum (e. traditional education) yfir í framsækna skólann (e. progressive education). Aðalnámskráin og samfélagsgreinakafli hennar fylgja nemendamiðaðri og samfélagsmiðaðri námskrárstefnu. Samfélagsgreinakennararnir fundu sig í öllum fjórum stefnunum í flokkunarkerfi Michael Schiros. Þær eru nemendamiðuð námskrárstefna, samfélagsmiðuð námskrárstefna, umbótamiðuð námskrárstefna og fræðigreinamiðuð námskrárstefna. Aðhylltust þeir þó mest nemendamiðaða námskrárstefnu. Samband var á milli hugmyndafræði kennaranna og áherslna þeirra í kennslu. Áhugi nemanda, reynsla kennaranna í starfi og hefðir innan skólanna höfðu mikið að segja um hvernig þeir höguðu kennslu sinni. Oft höfðu skólanámskrár grunnskóla lítið fram að færa umfram Aðalnámskrá grunnskóla. Má því álykta að „macro“, „micro“ og „nano“ þættir hafi umtalsverð áhrif á framkvæmd samfélagsgreinanámskrárinnar en að „meso“ þættir í samfélagskerfinu hafi lítil áhrif. Af rannsókninni má draga þá ályktun að samfélagsgreinakennarar hafi mikið frelsi í starfi og því sé fagmennska þeirra og menntun mikilvæg. Einnig að kenningin um kennarann sem námskrársmið eigi vel við samfélagsgreinakennslu á unglingastigi.

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation is based on the results of a qualitative case study where interviews were conducted with social science teachers, teaching at high school level. The subject of this dissertation is: What influences social science teachers when they choose curriculum topics and teaching methods? The theoretical part of the dissertation is in the field of Curriculum Theory. The interviews were conducted with six teachers who teach social sciences in the capital district. They were chosen randomly and all taught social science at high school level for the school year 2019-2020. Most of them are educated in social sciences for compulsory school and have a lot of experience as teachers. The School curricula (skólanámskrár) where the teachers worked were analysed and also the social science chapter of the curriculum for compulsory schools (Aðalnámskrá grunnskóla).
  The results are in accordance with educational development in Iceland, from traditional education towards progressive education. The curriculum for Compulsory Schools and the chapter on social science followed Learner-Centered curriculum ideology and Social Efficiency ideology. All the teachers interviewed identify at some level with all four of Michael Schiros´ curriculum ideologies; Learner-Centered curriculum ideology, Social Efficiency ideology, Scholar Academic ideology and Social Reconstruction ideology. They mostly identified with Learner-Centered curriculum ideology. The teacher´s ideology was linked with their focus in the classroom and student interests, teacher experience and school traditions influenced how teacher organized their teaching. School curricula (skólanámskrár) did not add much to the national curriculum for compulsory education. Therefore the assumption can be made that „macro“, „micro“ and „nano“ stages have considerable effect on the implementation of the social science curriculum but the „meso“ stages in the educational system have little effect. Teachers who teach social science have a lot of freedom in their work. Therefore their professionalism and education is important. Theory of the -Teacher as a Curriculum Maker- fits with social science teaching in the final years of compulsory schooling.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf31.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kennarinn sem námskrárgerðarmaður. Námskrárfræðileg nálgun á samfélagsgreinakennslu.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna