is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37198

Titill: 
 • Upplifun og viðhorf leikskólastarfsmanna til samstarfsverkefnisins Læsi - allra mál
 • Titill er á ensku Preschool staffs´ experience and attitudes towards the cooperation project Læsi – allra mál
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í upphafi árs 2015 skrifuðu tíu leikskólar og fimm grunnskólar í Breiðholti undir viljayfirlýsingu að samtarfi sín á milli ásamt Þjónustumiðstöð Breiðholts. Samstarfið fól í sér stofnun verkefnis um málþroska og læsi barna í hverfinu og fékk verkefnið heitið Læsi - allra mál, hér eftir skammstafað LÆM. Við stofnun samstarfsins voru sett markmið sem fólu í sér markvissar íhlutanir og virkt lærdómssamfélag með tækifærum til fræðslu, ráðgjafar, starfsþróunar og aukins samstarfs. Í þessari rannsókn var rýnt í leikskólahluta LÆM. Sett markmið voru að fá upplýsingar um viðhorf og upplifun starfsmanna til þess hvað LÆM hefur gert fyrir þekkingu þeirra á máli og læsi ungra barna, hvernig LÆM hefur nýst þeim í starfi og hvað markmið og leiðir LÆM hafa gert fyrir starfsemi leikskólanna á síðastliðnum fimm árum. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var spurningalisti sendur á 80 starfsmenn þátttökuleikskóla. Alls bárust 39 svör og var svarhlutfall 49%.
  Niðurstöður sýndu að 81% þátttakenda töldu LÆM auka áhuga starfsmanna á máli og læsi og 87% töldu að fræðsla um mál og læsi væri meiri en áður. Þá voru 95% sammála um að markviss íhlutun með málþroska og læsi hefði aukist og allir þátttakendur voru sammála um að reglulegri skimanir með tilkomu LÆM veitti betri yfirsýn yfir málþroska og læsi barna. Þó niðurstöður sýndu að viðhorf hafi í heildina litið verið jákvætt kom jafnframt í ljós að þekkingarflæði milli skóla og skólastiga var mjög lítið. Aðeins 24% þátttakenda taldi að samstarf við aðra leikskóla í hverfinu hefði aukist í kjölfar LÆM og 46% töldu að þekking á starfsháttum annarra leikskóla hefði aukist. Auk þess kom í ljós að þátttakendur kölluðu eftir auknu samstarfi við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar Breiðholts þar sem aðeins ríflega helmingur, eða 54%, töldu að samstarf við ráðgjafa hefði aukist. Aftur á móti taldi 86% þátttakenda samstarf við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar mikilvægt við örvun máls og læsis. Heildarniðurstöður sýna að viðhorf og upplifun starfsfólks þátttökuleikskóla LÆM var mjög gott, að LÆM hafi aukið faglega starfsþekkingu og gert starf leikskólanna enn betra við örvun máls og læsis. Eru þetta einstaklega jákvæðar niðurstöður fyrir skólasamfélag Breiðholts þar sem börn fá tækifæri til að læra og leika í læsishvetjandi umhverfi sem byggir á faglegu mati og mikilli þekkingu.

 • Útdráttur er á ensku

  In early 2015 ten preschools and five elementary schools in Breiðholt, a district in Reykjavík, signed a declaration of cooperation project along Breiðholt Service Center. The cooperation involved a creation of a project about language development and literacy for children in the district. The project was named Læsi – allra mál (referred to as LÆM). At the beginning goals were set which included targeted interventions and professional learning community with opportunities for education, counseling, career development and increased collaboration. This study reviews the preschool part of LÆM. The objectives were set to examine the attitudes and experiences of employees participating in LÆM, to understand how the project has impacted the knowledge of young children language and literacy, to recognize how LÆM has benefited them in their work and outline what LÆM goals and approaches have done for preschool activities over the past five years. A quantitative research method was used and a questionnaire was sent to 80 employees of participating preschools. A total of 39 responses were received, response rate of 49%.
  The results show that 81% of the participants thought LÆM had increased their interest in language and literacy and 87% thought that training about language and literacy was greater than before. Additionally, 95% of the survey‘s participants agreed that targeted intervention with language development and literacy had increased and all participants agreed that more regular screening provided a better overview of children´s language development and literacy. Although the results demonstrated that attitudes were generally positive, it was also found that the flow of knowledge between schools and school levels was very limited. Only 24% of participants believed that collaboration with other preschools in the district had increased following LÆM and 46% thought that knowledge of working methods in other preschools had increased. In addition, it was found that participants called for a better collaboration with experts at Breiðholt Service Center as only 54% believed that collaboration with them had increased. On the other hand, 86% considered cooperation with the experts important to stimulate language and literacy. The overall results show that the staff‘s attitude and experience is very good. Therefore, LÆM has increased professional knowledge and made preschools‘ tasks even better in language stimulation and literacy. These are very positive results for Breiðholt school community where children have the opportunity to learn and play in a literacy-encouraging environment based on professional judgment and extensive knowledge.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Oddsdóttir - meistaraverkefni.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Guðbjörg Oddsdóttir - yfirlýsing.pdf63.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF