is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37200

Titill: 
  • Framtíðin er heilsuefling og sjálfbærni : mikilvægir þættir í skólamötuneytum og heimilisfræðikennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilsuefling og sjálfbærni eru áberandi í umræðu í heiminum í dag. Rannsóknir hafa sýnt að þessir þættir tengjast, styrkja hvor annan og vinna því vel saman. Þeir miða að því að hafa áhrif á framtíðina og vinna að því að breyta og bæta lífshátt fólks og hlúa á sama tíma að umhverfi og mannlega þættinum. Í ritgerðinni verður leitast eftir að skoða tengsl heilsueflingar og sjálfbærni og hvernig þessir tveir þættir tengjast inn í skólamötuneyti og heimilisfræðikennslu. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að skoða skólamötuneyti en þau eiga að vera notalegur staður þar sem nemendur jafnt sem starfsfólk njóta þess að setjast niður og eiga góða stund saman. Rannsóknir benda til þess að umhverfisþættir eins og hljóðvist hafi áhrif á hvað við borðum og hvernig borðhald fer fram. Í öðru lagi þá er fjallað um hvernig heilsuefling og sjálfbærni tengjast heimilisfræðikennslu, en heimilisfræðikennsla hefur sterkar tengingar við heilsueflingu og sjálfbærni með heilbrigðum lífsháttum, matartilbúningi, næringu og verndun umhverfisins auk annarra þátta. Þess vegna er heimilisfræðin kjörinn vettvangur til að kenna þessa tvo þætti. Því samþætting heilsueflingar og sjálfbærni í skólastarfi er mikilvægt framlag til þess að skapa heilbrigt og sjálfbært umhverfi. Þessir tveir þættir eru nátengdir því einstaklingar sem lifa heilbrigðu líferni og eru við góða heilsu stuðla að sjálfbærni með því að vera virkir þátttakendur og ábyrgir einstaklingar fyrir lífi sínu. Menntun í sjálfbærni er grunnurinn að blómlegu samfélagi þar sem nemendur læra á þverfaglegan hátt að tileinka sér ákveðin gildi til að efla getu og hæfni til að stuðla að bættu samfélagi með sjálfbærri þróun að leiðarljósi. Það hefur meðal annars í för með sér bætta heilsu og betri umgengni um náttúruauðlindir. Ásamt því að miðla til komandi kynslóða að skila umhverfinu í betra ásigkomulagi heldur en núverandi kynslóð tók við því. Því telur höfundur að leggja megi aukna áherslu á að samþætta sjálfbærni og heilsueflingu í skólastarfi. Jafnframt að skólar vinni betur að úrbótum á umhverfi skólamötuneyta.

  • Útdráttur er á ensku

    Health promotion and sustainability are prominent in today's debate. Research has shown that these factors are related, strengthen each other and work well together. They aim to influence the future and work to change and improve people's lifestyles while nurturing the environment and the human element. The dissertation will seek to examine the relationship between health promotion and sustainability and how these two factors are linked to school canteens and home economics teaching. First of all, the emphasis is on seeing school canteens, but they should be a pleasant place where students as well as staff enjoy sitting down and having a good time together. Research suggests that environmental factors such as acoustic affect what we eat and how we behave while eating. Secondly, it discusses how health promotion and sustainability are related to home economics teaching, but home economics teaching has strong links to health promotion and sustainability through healthy lifestyles, food preparation, nutrition and environmental protection as well as other factors. Home economics is an ideal place to teach these two aspects. Therefore, the integration of health promotion and sustainability in school work is an important contribution to creating a healthy and sustainable environment. These two factors are closely related to the fact that individuals who live healthy lives and are in good health promote sustainability by being active participants and responsible individuals for their lives. Education in sustainability is the foundation of a thriving society where students learn in an interdisciplinary way to acquire certain values to strengthen the ability and competence to promote a better society with sustainable development as a guiding principle. This means, among other things, improved health and better management of natural resources. As well as communicating to future generations to return the environment in a better condition than the current generation took over. Therefore, the author believes that more emphasis can be placed on integrating sustainability and health promotion in school work. At the same time, schools are working better to improve the environment of school canteens.

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framtíðin er heilsuefling og sjálfbærni - Mikilvægir þættir í skólamötuneytum og heimilisfræðikennslu.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefni 2020 -Helga.pdf208.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF