is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37203

Titill: 
 • "Fyrst og fremst vinnum við þetta saman" : aðstoðarskólameistarar ræða hlutverk sitt
 • Titill er á ensku „First and foremost, we do this together“ : assistant principals discuss their role
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Erlendar rannsóknir sýna að aðstoðarskólastjórar hafi þær væntingar til starfs síns að veita faglega forystu. Annir við ýmis krefjandi tæknileg úrlausnarmál virðast þó koma í veg fyrir að það takist. Ætla má að það sama eigi við um störf aðstoðarskólameistara á Íslandi en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á störfum þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í væntingar aðstoðarskólameistara til starfsins og hvaða verkefnum þeir sinna. Leitast var við að fá fram reynslu þeirra af því hvaða möguleika þeir hafa á að veita forystu í starfi sínu og hvernig samskiptin eru á milli þeirra og annarra í skólasamfélaginu. Tekin voru viðtöl við aðstoðarskólameistara í átta framhaldsskólum bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki og gögnin voru þemagreind. Við greininguna var stuðst við túlkandi fyrirbærafræðilega aðferð til að fá sem bestan skilning á upplifun og reynslu þátttakenda. Niðurstöðurnar benda til að aðstoðarskólameistararnir hafi væntingar til þess að geta starfað sem faglegir leiðtogar í skólanum en að annir við önnur störf geri þeim erfitt að sinna því hlutverki. Mestur tími þeirra fer í tæknileg verkefni. Það var upplifun flestra viðmælenda að ef upp kæmu verkefni sem ekki væru augljóslega í verkahring ákveðinna starfsmanna innan skólans þá lentu þau verkefni hjá aðstoðarskólameistara. Á undanförnum árum hafa verkefni framhaldsskólanna og stjórnenda þeirra orðið sífellt fjölbreyttari og flóknari. Því er mikilvægt að starfskraftar aðstoðarskólameistara nýtist sem best. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að aðstoðarskólameistarar vildu gjarnan verja meira af tíma sínum við að styðja kennara í faglegu starfi og veita forystu um faglegt starf innan skólans. Til þess að það geti orðið þyrfti skýrari ramma um forystuhlutverk þeirra og tryggja að rými gefist í daglegu starfi til þess að sinna því.

 • Útdráttur er á ensku

  Foreign research shows that assistant principals have the expectations for their work to provide professional leadership. However, other challenging technical issues seem to prevent this from happening. It can be assumed that the same applies to the work of assistant principals in Iceland, but little research has been done on their work. The aim of the
  study was to gain insight into the expectations of assistant principals for the job and what tasks they perform. Efforts were made to gain their experience of what are their opportunities to become leaders in their work and how the communication between them and others in the school community is. Interviews were conducted with assistant principals in eight upper secondary schools in both the capital area and in regional Iceland. Participants were selected by purposive sample and the data were thematically analyzed. The analysis of the data was based on an interpretive phenomenological method to gain the best possible understanding of the participants' experiences. The results indicate that the assistant principals have expectations of being able to work as professional leaders in the school, but that other and often bureaucratic duties make it difficult for them to fulfill that role. Most of their time is spent on technical projects. It was the experience of most of the interviewees that if tasks arose that were not clearly within the remit of certain employees within the school, those tasks would end up with the assistant principal. In recent years, the tasks of
  upper secondary schools and their administrators have become increasingly diverse and complex. It is therefore important to make the most of the assistant principal's skills and time. The results of the study indicate that assistant principals would like to spend more of their time supporting teachers in their professional work and provide instructional leadership within their schools. In order for this to happen, a clearer framework for their leadership role would be needed, and it would be necessary to ensure that space is provided in daily work to carry it out.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.ritgerd_Hildur_Halldorsdottir.pdf902.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_lokaverkefni_Hildur_Halldórsdóttir.pdf170.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF