is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37204

Titill: 
 • Kennsla álitamála : greining og nálgun kennarans
 • Titill er á ensku Teaching controversial issues : analysis and the role of the teacher
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Eitt af erfiðustu viðfangsefnum samfélagsfræðikennara er kennsla álitamála. Með því er átt við málefni sem á einhvern hátt eru umdeild í samfélaginu og kunna að valda deilum eða ágreiningi meðal nemenda. Rannsóknir sýna að kennarar forðast að takast á við þessi mál í skólastofunni af margvíslegum ástæðum. Verkefni þetta er heimildaritgerð þar sem reynt er að varpa ljósi á hvernig kennarar geta tekist á við álitamál í skólastofunni. Meginmál ritgerðarinnar skiptist í fimm kafla. Fyrst er farið yfir skilgreiningar á álitamálum, hvað einkenni álitamál og hvort til séu ólíkar gerðir slíkra mála. Þá er viðfangsefnið tengt við kennslu gagnrýnnar hugsunar, en þessi hugtök tengjast nánum böndum. Næsti kafli fjallar um þær hindranir sem standa í vegi kennara við að takast á við erfið málefni í skólastofunni. Má þar nefna skort á kunnáttu, vanþekkingu á málaflokknum og ótta við samfélagsleg viðbrögð. Næst er fjallað um þessi málefni í samhengi við íslenskt skólakerfi þar sem tiltekin eru dæmi um álitamál úr íslensku skólakerfi auk umfjöllunar innlendra fræðimanna um málefnið. Þá er sérstakur kafli um stöðu jaðarsettra hópa gagnvart slíku umræðuefni og mikilvægi þess að vera meðvituð um ólíka stöðu fólks gagnvart erfiðum umræðuefnum. Loks er kafli um hagnýtar aðferðir í að nálgast álitamál í skólum, með sérstaka áherslu á hlutverk kennarans. Í niðurstöðum er fræðileg umfjöllun ritgerðarinnar dregin saman og afstaða höfundar tekin til grundvallar. Til eru margar leiðir fyrir kennara að nálgast álitamál í kennslustofunni. Mikilvægast er að reyna að finna milliveg milli þess að a) leyfa frjálsar og opnar umræður og b) tryggja að umræðan sé skynsamleg, uppbyggileg og með velferð allra nemenda að leiðarljósi.

 • Útdráttur er á ensku

  One of the most difficult subjects of the sociology teacher is teaching about controversial issues. The meaning of which is any subject matter that is in any way controversial in society and may cause conflict or disagreement among students. Research shows that teachers avoid tackling these issues in the classroom, for various reasons. The aim of this thesis is to shed light on the many ways teachers can deal with controversial issues in the classroom.
  The essay is divided into five chapters. The first chapter is about the definition of controversial issues, what characterises them and if there are more than one type of controversial issue. The subject is then linked to how you can teach critical thinking, but these concepts are closely related. The next chapter is about the hindrances that teachers
  may face when talking about controversial issues in the classroom. These can for example be lack of knowledge or fear of societal response. These matters are then discussed in relation to the Icelandic school-system, examples are presented, and then compared to the writings of Icelandic scholars about the subject matter. A special chapter on the status of
  marginalized groups in relation to such discussions is also presented, highlighting the importance of cultural awareness during controversial discussions. The final chapter is about practical methods for teachers in the classroom, when discussing controversial issues. In conclusion, the theoretical discussion of the essay is summarised and compared to the author’s position. There are many ways for teachers to approach controversial issues in the classroom, but it is most important to find a middle ground between a) allowing a free and open discussion to take place and b) to make sure the discussion is sensible, constructive and in the best interest of the class as a whole.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjalti-M.Ed.pdf717.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf202.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF