is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37206

Titill: 
 • Þýðing og forprófun á PREMIS : spurningalisti til að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Alþjóðlega prófaráðið (ITC) hefur gefið út staðla sem ferli þýðingar á spurningalistum þarf að uppfylla. Þau eru að listi sé lagaður að viðkomandi menningarsvæði, hafi hæfa þýðendur og að þýðingarferlið fylgi stöðluðum reglum prófagerðarsamfélagsins. Forprófun er nauðsynlegur þáttur góðrar heimfæringar á annað menningarsvæði. Mælitækið „Physician Readiness to Manage Intimate Partner Violence” (PREMIS) hefur gott innra samræmi með áreiðanleikastuðul Cronbach‘s alpha 0,65 til 0,96 fyrir alla undirkvarða listans. PREMIS hefur verið þýddur á spænsku og grísku og notaður þarlendis. Einnig hefur þekkingu mismunandi heilbrigðisstétta á ofbeldi í nánum samböndum (ONS) verið könnuð með PREMIS. ONS hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þolanda, ef þolandi er barnshafandi eru ljósmæður í lykilaðstöðu til að ná til viðkomandi á meðgöngu.
  Tilgangur: Þýða og forprófa PREMIS og gera PREMIS tilbúinn undir frekari notkun og ýtarlegri réttmætisprófun.
  Aðferð: Þýðingarferlið var sett upp í 10 skref til að tryggja að innihald spurningalistans héldi sér eftir þýðingu. Allar heilbrigðisstéttir voru hafðar í huga við þýðingu PREMIS. Tveir þýðendur þýddu PREMIS og einn bakþýðandi. Fimm heilbrigðisstarfsmenn voru í viðrunarhóp. Gögnum fyrir forprófun var safnað yfir samtals 6 mánaða tímabil, alls svöruðu 177 heilbrigðisstarfsmenn.
  Niðurstöður: Cronbach‘s alpha fyrir undirkvarða íslenska PREMIS var á bilinu 0,71 – 0,98. Meginhlutagreining með varimax-snúningi skilaði sjö þátta niðurstöðu með áreiðanleikastuðul yfir 0,7 fyrir þrjá þætti listans. Fylgni milli undirkvarða listans var svipuð og í upprunalega PREMIS listanum. Fjölbreytu aðhvarfsgreining sýndi ekki fram á teljandi áhrif undirkvarða og þátta á útkomuna í klíníska hluta listans.
  Umræður: Innihald spurninga PREMIS hélt sér vel í gegnum þýðingarferlið. Sterkt innra samræmi undirkvarða PREMIS sem og góð fylgni milli undirkvarða PREMIS gefur vísbendingu um að íslenska útgáfa listans sé áreiðanleg.
  Lokaorð: Þýðing PREMIS er góð og niðurstöður rannsóknarinnar gefa sterklega til kynna að íslenska útgáfa PREMIS sé áreiðanleg. Frekari prófana er þörf áður áður en listinn telst að fullu aðlagaður.
  Lykilhugtök: PREMIS, þýðing, bakþýðing, hugarferlaviðtöl, forprófun, ofbeldi í nánum samböndum, ljósmóðir.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Translation of questionnaires has become an individual field. International Test Commission (ITC) has published guidelines for the translation processes to ensure translator’s competence, translation quality and applicability in the target cultural. Pilot studies are an integral part of this process. The questionnaire “Physician Readiness to Manage Intimate Partner Violence” (PREMIS) is reliable according to Cronbach’s alpha 0,65 to 0,96 for every subscale of PREMIS. PREMIS has been used for various fields in healthcare and has been translated and appropriated in Spain and Greece. Intimate partner violence (IPV) has serious consequences for the sufferer, and if pregnant, midwives play a key role in addressing the situation during pregnancy.
  Objective: To translate and pilot PREMIS and prepare it for further use and reliability-testing.
  Methodology: The translation process was designed in 10 parts to retain the accuracy of its contents. All healthcare-fields were kept in mind during the translation. Two translators performed the forward-translation, and one translator the back-translation. The cognitive briefing group consisted of five healthcare workers. Questionnaire data was gathered from 177 healthcare workers over a total of 6 months.
  Findings: Cronbach’s alpha was between 0.71 - 0.98 for every subscale of the Icelandic PREMIS. Principal Components Analysis (PCA) with varimax-rotation gave seven factors with Cronbach’s alpha over 0,7 for three factors. Correlation among subscales of PREMIS was comparable to the original PREMIS. Multiple regression analysis did not show significant influences from subscales of PREMIS for the outcome of the practical issue scale.
  Discussion: The content of the questionnaire was preserved through the translation process. The high Cronbach’s alpha and correlation of the subscales of PREMIS indicates its internal consistency
  Conclusion: The Icelandic PREMIS is adequate and the Icelandic scale shows high validity. Further adaption and reliability studies are needed for PREMIS to be considered entirely adapted.
  Keywords: PREMIS, forward translation, back translation, cognitive debriefing, pilot study, intimate partner violence, midwife.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.01.2021.
Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Sc. PREMIS listinn, á íslensku..pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna