Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37208
Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja er margslungið og þurfa stjórnendur og eigendur þeirra að sýna fumlaus viðbrögð þegar þess er þörf. En hvernig er best að vinna fyrirtæki úr þeim aðstæðum sem upp geta komið? Hver á að taka ákvarðanirnar og hvenær? Til hvaða leiða er best að grípa og er kannski best að sækja fram á við frekar en að draga saman seglin? Þetta efni hefur verið skoðað víða erlendis og leitast hefur verið við að svara þessum spurningum.
Í þessu verkefni er m.a. skoðað hvað erlendir fræðimenn hafa ritað um efnið og þá hvað erlend fyrirtæki hafa gert eftir að þau hafa lent í rekstrarvanda. Þær aðgerðir eru mismunandi og eitt af því sem er skoðað er hvort samhljómur er í aðgerðum þeirra fyrirtækja sem náðu að vinna sig úr vandanum og þeirra sem náðu því ekki og fóru í þrot. Markmiðið með verkefninu er að bera saman aðgerðir íslenskra fyrirtækja og erlendra en einnig að skoða hvort íslenskir stjórnendur fylgist kerfisbundið með stöðu fyrirtækja þeirra og hafi forgangsraðað aðgerðum komi til þrenginga. Til að varpa frekara ljósi á efnið, eru tekin viðtöl við níu forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja í mismunandi rekstri.
Helstu niðurstöður er þær að margt er líkt með fyrirtækjum hér á landi og erlendis við árangursríkan viðsnúning. Nefnt var mikilvægi reynslunnar sem skapast við að fara með fyrirtæki í gjaldþrot, að fyrirtæki leggi áherslu á kjarnastarfsemi og að virkja stjórnarmenn. Eftirlit eigenda, stjórna fyrirtækjanna og banka mætti vera meira og skipulagðara en nú er, það er mat forsvarsmanna fyrirtækjanna níu.
Operational environment for Icelandic companies is complex, and their
managers must take decisive actions when needed. What is the best way to
make a successful turnaround? Who should make the decisions and when?
Which actions are appropriate, and is it more effective to use offensive actions rather than defensive? This topic has been studied abroad in an attempt to answer those crucial questions.
This essay looks into what foreign scholars have written about the topic, and especially what companies have used primarily as a turnaround strategy. These actions differ, and one of the factors looked at is whether there is coherence between foreign and domestic strategies for companies who on the one hand made successful turnarounds and those which went bankrupt on the other. The objective in this thesis is to compare actions taken by Icelandic companies and foreign ones, but also to look into whether Icelandic CEOs monitor the monetary status of their companies systematically and have prioritized which actions to take should crisis occur. To shed further light on this, nine representatives of Icelandic companies are interviewed.
The main findings are that there are similarities between Icelandic
companies and foreign in regards of successful turnaround. The importance of the experience going through bankruptcy, the focus on key operations and the involvement of board members was mentioned. More monitoring of owners, corporate boards and banks is essential according to the representatives of the nine companies.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sniðmát.pdf | 1.06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlitpdf.pdf | 191.02 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrápdf.pdf | 187.56 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |