is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3721

Titill: 
  • Lagarfljótsormurinn og Lagarfljótið í þverfaglegri kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verki eru kynntar hugmyndir og kennsluáætlun að fjölbreytilegu kennsluefni fyrir kennara á unglingastigi sem byggir á þjóðsögunum um Lagarfljótsorminn. Í fyrri hluta þessa verks er stutt fræðileg útlistun á heimi þjóðsagna þar sem fjallað er um einkenni og uppruna þjóðsagna og hvað það er sem gerir þær langlífar. Þá er stuttlega fjallað um það hvernig þjóðsögur hafa verið notaðar í kennslu hingað til og hvaða kostir fylgja því að nota þær við kennslu.
    Þjóðsögurnar um Lagarfljótsorminn og Lagarfljótið skipa veglegan sess í verkinu. Fjallað er um þjóðsögurnar um Lagarfljótsorminn frá ýmsum sjónarhornum og hvernig nýta má þær í kennslu. Bent er á það hvernig þjóðsögurnar gagnast til að auka þekkingu og áhuga nemenda á heimabyggðinni. Lagarfljótið er eitt mesta vatnsfall landsins og eru því gerð góð skil. Okkur sem búum á Fljótsdalshéraði er mikið í mun að varðveita sögurnar um skrímslið og vonandi má sjá þess merki í ritgerðinni.
    Seinni hluti ritgerðarinnar er þverfagleg kennsluáætlun, sem samanstendur af þrettán verkefnum. Kennsluáætlunin er samin fyrir nemendur í tíunda bekk með samvinnu umsjónar- og sérgreinakennara í huga. Verkefnin tengjast kennslu í íslensku, samfélagsgreinum, lífsleikni, náttúru- og líffræði, upplýsinga- og tæknimennt og listgreinum. Grenndarnám skipar stóran sess í verkefnunum. Í lok áætlunarinnar er svo gerð grein fyrir vettvangsferð sem nemendur fara á söguslóðir Lagarfljótsormsins.

Samþykkt: 
  • 28.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EinarOlafss_lokaritg_forsida_fixed.pdf93.18 kBLokaðurForsíða, titilsíða og útdráttur.PDF
EinarOlafss_lokaritg_fixed.pdf339.34 kBLokaðurEfnisyfirlit, meginmál, heimildaskrá og fylgiskjöl.PDF