is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37215

Titill: 
 • Andvana fæðing : áhrif umönnunar og eftirfylgni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni er til B.A gráðu í sálfræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Tilgangur þessarar kerfisbundnu heimildasamantektar er að skoða rannsóknagreinar sem gerðar hafa verið á umönnun og eftirfylgni við foreldra sem upplifað hafa andvana fæðingu. Hlutfall andvana fæðinga á Íslandi er 1,3 af hverjum 1000 fæðingum sem er eitt það lægsta í heiminum, en víða erlendis er hlutfallið töluvert hærra. Upplifun og líðan foreldra sem verða fyrir því áfalli að eignast andvana barn er ekki mikið í umræðunni og vill jafnvel gleymast. Rannsóknir sýna að sá tími sem liðinn er frá fæðingu, minningar sem skapaðar eru um andvana fædda barnið og faglegur stuðningur við foreldra í andvana fæðingu og í kjölfar hennar eru þeir þættir sem hafa helst góð áhrif á andlega líðan foreldra.
  Niðurstöður benda til þess, að með skýrum verklagsreglum og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna, sé hægt að hafa jákvæð áhrif á andlega líðan foreldra vegna andvana fæðinga. Góð upplýsingagjöf, umönnun og samskipti sem sýna stuðning og hluttekningu eru lykilatriði. Leiðbeina þarf foreldrum varðandi þá eftirfylgni sem er í boði eftir útskrift af sjúkrahúsi og gefa upplýsingar með samtölum, útgefnu efni og vísun á rafræna miðla. Það er ályktun höfunda að hægt sé að hafa áhrif til góðs á líðan foreldra með góðu verklagi þegar kemur að umönnun vegna andvana fæðinga og eftirfylgni í kjölfar hennar.

 • Útdráttur er á ensku

  This systematic review is a thesis for a B.A degree in psychology at the University of Akureyri. The purpose of this final project is to examine research articles that have been done on care and follow-up with parents who have experienced stillbirth. The proportion of stillbirths in Iceland is 1.3 out of every 1000 births, which is one of the lowest rates in the world, but in many countries the rates are considerably higher. The experience and well-being of parents, who are traumatized after having a stillborn child, is not much discussed and tends to be forgotten. Research show that the time elapsed since stillbirth, memories created at birth and professional support for parents who suffer stillbirth and follow-ups, are the main factors for positive effects on the parents' mental well-being.
  The results of this thesis indicate that the procedures and training of healthcare professionals can have a positive effect on mental well-being of parents who suffer stillbirth. Good information, care and communication that show support and empathy is the key. Parents need to be instructed on the follow-up that is available after discharge from the hospital and provided with information through conversations, published material and reference to online media. It is the authors' conclusion that it is possible to have a beneficial effect on the well-being of parents with good practice when it comes to care for stillbirths and follow-up.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.08.2060.
Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andvana fæðing_áhrif umönnunar og eftirfylgni.pdf1.14 MBLokaður til...31.08.2060HeildartextiPDF