is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37218

Titill: 
  • Orðaforði tvítyngdra barna : markviss orðaforðakennsla í útinámi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi meistaraprófsritgerð er unnin sem starfendarannsókn. Ritgerðin fjallar um orðaforða tvítyngdra barna með áherslu á útikennslu. Fimm 4–5 ára börn sem læra íslensku sem annað mál fengu markvissa orðaforðakennslu utandyra í sjö vikur. Markmið rannsóknarinnar var að auka orðaforða barnanna með áherslu á orðaforða sem tengist útiveru og umhverfi okkar utanhúss. Til þess að ná þessu markmiði voru notuð þrjú orðaþemu úr námsefninu Orðaleikur – orðanám í leikskóla eftir þær Rannveigu Oddsdóttir og Írisi Hrönn Kristinsdóttir. Orðaþemun eru; veðrið, umhverfið úti og útileiksvæði urðu fyrir valinu. Framfarir barnanna voru metnar með mælingum á tjáningarorðaforða og viðtökuorðaforða.
    Leitað var svara við spurningunni:
    - Hvernig hentar námsefnið Orðaleikur til að efla orðaforða barna í gegnum leik og útikennslu?
    a. Hver er upplifun kennara á því að nota námsefnið í útikennslu?
    b. Hvaða áhrif hefur kennslan á orðaforða barnanna?
    Öll börnin í rannsókninni höfðu svipaðan bakgrunn, þar er að segja öll tvítyngd, koma frá sama landi og öll á svipuðum aldri. Þrátt fyrir það sást einstaklingsmunur á milli barna vel í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að börn eru móttækileg fyrir markvissri orðaforðakennslu. Íhlutunin sýndi framför bæði í viðtöku- og tjáningarorðaforða barnanna. Börnin tengja betur við þau orð sem þau hafa séð og eru í þeirra nærumhverfi. Einnig sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að tjáningarorðaforði barnanna er minni heldur en viðtökuorðaforði þeirra, bæði fyrir og eftir íhlutun. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í takt við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar á orðaforða tvítyngdra barna. Einnig kom fram í niðurstöðunum að námsefnið Orðaleikur hentar vel í orðaforðakennslu í gegnum útinám. Íhlutunin gekk nokkuð hnökralaust en þurfti rannsakandinn að leysa ýmis ágreiningsmál, bæði á milli barnanna og á milli sín og samstarfsfólks.

  • Útdráttur er á ensku

    This master’s thesis is prepared as an action research. This thesis looks into vocabulary of bilingual children with the emphasis on outdoor teaching. Five children aged 4–5 years, who are learning Icelandic as their second language, received targeted vocabulary teaching outdoors for seven weeks. The aim of the study was to increase the children’s vocabulary with an emphasis on vocabulary related to outdoor activities and our outdoor environment. To achieve this goal, three word-themes from the teaching material „Orðaleikur“ by Rannveig Oddsdóttir and Íris Hrönn Kristinsdóttir were used. The chosen word-groups were the weather, outdoor environment and outdoor play areas. The children’s progress was assessed by measuring vocabulary and receptive vocabulary.
    We looked for an answer for the following question:
    - Does the teaching material „Orðaleikur“ work to enhance children’s vocabulary though play and outdoor teaching?
    a. What is the teachers view on using this material when teaching outdoors?
    b. What result does this have on the children’s vocabulary?
    All the children in the study had a similar background, i.e. they are bilingual, come from the same country and at a similar age. But despite that there was noticeable difference between them. The result of the study shows that the children are receptive to purposeful vocabulary teaching as the intervention improved both the children’s receptiveness and expressive. The children relate better to words they have seen before and are in their immediate environment. The study also showed that the children’s expressive vocabulary is smaller than their receptive vocabulary, both before and after the intervention. The results of this study are in line with other studies that have been conducted on the vocabulary of bilingual children. It has also become known that “Orðaleikur” is a good tool to use in outside study.
    The intervention went without any major problems, however, the researcher did have to intervene in some cases to resolve minor disputes, both between the children themselves and the researcher and his colleagues.

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orðaforði tvítyngdra barna. Markviss orðaforðakennsla í útinámi.pdf764,64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna