is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37219

Titill: 
 • Faglegur stuðningur skólaþjónustu við umsjónarkennara : gildi fyrir líðan og framkvæmd skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn sem hafði það að markmiði að varpa ljósi á aðkomu skólaþjónustu sveitarfélaga að faglegum stuðningi við umsjónarkennara grunnskóla og gildi hans fyrir starf í skóla án aðgreiningar og líðan í starfi. Rannsóknin var tilviksrannsókn og tilvikin skólaþjónusta fjögurra ólíkra sveitarfélaga á Norður- og Vesturlandi. Megingagnaöflunin fór fram með viðtölum en einnig var stuðst við heimasíður sveitarfélaganna og skólanna. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við tólf umsjónarkennara í sex grunnskólum.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að flestir viðmælendur höfðu litlar væntingar til skólaþjónustu sveitarfélagsins og þótt ákveðin sameiginleg einkenni væru á henni, svo sem áhersla á greiningar barna, var hún í mörgu mismunandi milli sveitarfélaga. Þessi mismunur stafaði að einhverju leyti af aðstæðum og áherslum hvers sveitarfélags. Kennararnir telja stuðning skólaþjónustunnar við starf skólanna mikilvægan og eru þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir fá en vilja að hann sé aukinn. Þeir upplifðu visst úrræðaleysi af hálfu skólaþjónustunnar sökum skorts á fjármagni og starfsfólki miðað við vandann í nýjum þjóðfélagsaðstæðum. Áhrif á líðan þeirra komu helst fram í auknu álagi og óánægju með hversu takmarkaður og oft og tíðum seinfenginn stuðningurinn var. Umsjónarkennararnir kalla eftir fleiri sérfræðingum inn í skólana og að þeir setji sig betur inn í þann veruleika sem kennarar og skólar starfa við. Flest bendir til þess að skólaþjónusta sveitarfélaga uppfylli ekki þarfir umsjónarkennara fyrir stuðning í starfi í skóla án aðgreiningar, óháð stærð sveitarfélagsins eða skóla og að úrbóta sé þörf.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper describes a study designed to investigate the professional support provided by Municipal School Services to classroom teachers, with the aim of better understanding its impact on their well-being and the implementation of an Inclusive Education Policy in Icelandic elementary schools. A qualitative methodology was used in conducting a case study of Municipal School Services in four different municipalities in the northern and western part of Iceland. The main data was collected via semi-structured individual interviews but information was also gathered from local municipal- and school websites. Twelve classroom teachers from six elementary schools were interviewed.
  The main findings indicate that the majority of the teachers interviewed had low expectations of Municipal School Services and although it had certain common characteristics, such as an emphasis on child diagnosis, it was in many ways different between municipalities. This difference was due in part to the circumstances and different focuses of each municipality. The interviewees consider the support that School Services provide important and are grateful for it, but would like increased support. In their experience there was a certain inefficiency in Municipal School Services due to a lack of staff and resources. The effect on their well-being was mainly due to increased stress and dissatisfaction with the limited support offered. The classroom teachers who were interviewed would like more counselors into the schools and would like them to better comprehend the reality of the challenges facing teachers and schools. Results indicate that Municipal School Services do not currently meet the needs of the classroom teacher for support in inclusive schools, regardless of the size of the municipality or school and that improvements are necessary.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Faglegur stuðningur. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir. Lokaeintak.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna