is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3722

Titill: 
  • Töfrar í Trékyllisvík : íslenskar þjóðsögur og skólarnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritigerð verður kafað í þjóðsögur frá litlu svæði á Íslandi, nánar tiltekið frá Trékyllisvík á Ströndum. Þar eru sögur teknar úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar og eru þær skoðaðar út frá ýmsum sjónarhornum með tilliti til notkunar í skólastarfi einkum á unglingastigi. Fyrsti kaflinn fjallar um land og náttúru og kannað hvað lesa má út úr sögunum um slíkt, t.d. um skýringar á tilteknum náttúrufyrirbærum eða örnefnum. Einnig kemur veðurfar hér við sögu og áhrif hafíss á mannlíf og samskipti og inn í þetta getur blandast sögulegur fróðleikur um verslunarhætti og fleira.
    Næsti kafli er um atvinnulíf og þjóðlíf. Þar er bent á tiltekin atriði sem snerta forna atvinnuhætti til sjós og lands. Hér kemur m.a. rekaviðurinn í Trékyllisvík við sögu og nýting hans.
    Mannlegir brestir og veikleikar koma á eftir kaflanum um atvinnulíf og þjóðlíf. Þessi kafli fjallar um ástir og átök sögupersónanna. Hér eru m.a. sögur um framhjáhald, ástir og drauma fólks; einnig sögur um þá sem leiðast út í þjófnað til að bjarga sér og sínum.
    Trú, vantrú og þjóðtrú kemur einnig við sögu. Eins og í svo mörgum þjóðsögum má sjá hvernig kristin trú hefur mótað margar sagnanna og gjarnan er henni teflt fram gegn illum öflum. Jafnframt birtst hjátrú og hindruvitni sem ekki eiga mikið skylt við kristni. Og satt að segja eru krikjunnar þjónar ekki alltaf til fyrrimyndar. Segja má að í þjóðsögum birtist glögg dæmi um það hvað fólk virðist oft hafa verið reikult í trú sinni. Þá verður einnig bent á að minni úr fornum goðsögnum virðast oft birtast í þeim þjóðsögum sem hér eru til umræðu. Slíkt goðfræðilegt ívaf lyftir frásögninni og er til vitnis um mikilvægt stílbragð sagnamanna okkar
    Loka kaflinn tengist einmitt máli og stíl. Mikilvægt er að kennarar geti skýrt ekki aðeins sjaldgæf orð og orðasambönd heldur einnig rætt um stílfræðileg atriði og lögmál frásagnar.

Samþykkt: 
  • 28.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
04032009092747134.pdf553.26 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
lokaritger_fixed.pdf174.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna