en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37221

Title: 
 • Title is in Icelandic Brautryðjendur íslenskra vesturferða : saga fyrstu vesturfaranna á árunum 1855-1875
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Íslendingar voru þátttakendur í mestu búferlaflutningum mannkynssögunar á 19. og 20. öld. Heimildum ber ekki saman um fjölda þeirra Íslendinga sem fór vestur um haf en almennt er talið að það hafi verið um 20-25% þjóðarinnar. Í þessari ritgerð verður farið yfir fyrstu 20 ár
  vesturfaraskeiðsins (1855-1875) og brautryðjendum íslenskra vesturfara fylgt eftir. Vesturferðir Íslendinga hófust þegar mormónar fóru til Utah fylkis í Bandaríkjunum árið 1855. Það var svo árið 1860 sem þingeyskir bændur stofnuðu fyrstu íslensku félagasamtökin sem höfðu fjöldaflutninga frá Íslandi á stefnuskránni og gerðu þónokkrar tilraunir til þess að
  stofna nýlendu í Brasilíu. Almennt miða fræðimenn við árið 1870 sem upphafsárs eiginlegra vesturferða á Íslandi þegar fjórir ungir menn fóru til Wisconsin í Bandaríkjunum og er farið yfir þróun og framvindu íslenskra vesturferða til ársins 1875, þegar Íslendingum var úthlutað
  stóru landsvæði við Manitobavatn í Kanada. Ásamt því er gerður samanburður á vesturferðum Íslendinga og vesturferðum hinna Norðurlandanna. Leitast verður við að svara því hverjar voru helstu ástæður þess að svo margir fluttu frá Íslandi, hvers vegna Íslendingar settust flestir að í Kanada en ekki Bandaríkjunum og hvort vesturferðir Íslendinga hafi verið frábrugðnar vesturferðum annarra Norðurlandabúa.
  Ritgerðin er unnin í heimildaritgerðarstíl og er af stærstum hluta stuðst við eftirheimildir sem fengnar eru meðal annars úr ritum Ryan Eyford, Þorsteins Þ. Þorsteinssonar, Helga Skúla Kjartanssonar, Eyrúnar Eyþórsdóttur og Donald Gislason. Einnig er stuðst við frumheimildir úr hinum ýmsu fréttablöðum úr gagnasafni Tímarit.is.
  Helstu ástæður þess að svo margir, eins og raun bar vitni, fluttu vestur um haf frá Íslandi, eru margþættar. Nefna má fá tækifæri í stöðnuðu landbúnaðarkerfi, óhagstætt veðurfar, ófrelsi, eldgos og óánægju með stjórnarfar. Megin ástæður þess að Íslendingar, einir
  þjóða, fluttu að mestum hluta til Kanada voru hversu seint þeir hófu vesturferðir ásamt því að kanadísk yfirvöld lögðu áherslu á að sannfæra Íslendinga um ágæti þess að setjast að í landinu. Einnig kom í ljós að talsverður samhljómur var með orsökum vesturferða Íslendinga og annarra Norðurlandabúa. Lykilhugtök: Vesturfarar, vesturferðir, Ísland, Kanada,
  Brasilía, Norðurlönd, nýlenda, Nýja Ísland.

 • Iceland was active in history’s greatest migration period during the 19th and 20th centuries. Though there is a discrepancy in the numbers of how many individuals emigrated from Iceland, it is estimated that it was 20-25% of the Icelandic population during this time. This thesis examines the first 20 years of Icelandic emigration to the Americas (1855-1875) and explores how emigration formed and progressed in Iceland and traces the trailblazers who forged the path for future emigrants. Emigration started with a few Icelandic Mormons destined for the United States in 1855. However, it was not until 1860 that farmers in northeast Iceland established the first Icelandic emigration organisation in an attempt to build a colony in Brazil. The progression of emigration is examined, from 1870—when four young men emigrated to Wisconsin—to 1875, when Canadian authorities assigned Icelanders territory on Lake Manitoba. Moreover, a comparison is made between Icelandic emigration and emigration of other Nordic countries. The thesis endeavours to answer three main questions: What were the main motivations for emigration from Iceland? Why did Icelanders emigrate in the majority to Canada, whilst other nations predominantly emigrated to the United States? And lastly, is there a distinction between Icelandic emigration and that of other Nordic countries?
  The thesis is a documentary study using predominantly secondary sources including the writings of Ryan Eyford, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Helgi Skúli Kjartansson, Eyrún Eyþórsdóttir, Donald Gislason and others. Primary sources are also consulted including newspapers and newsletters accessed via the Timarit.is website.
  Motivations for leaving Iceland were numerous and complex with a stagnated agricultural system, scarcity of arable land, harsh weather conditions, lack of opportunities and self-determination, and discontentment with government being the predominant reasons for departure. The reason why most emigrating Icelanders settled in Canada was twofold and can be attributed to how late Icelanders began emigration, and the efforts of the Canadian government to recruit them. Furthermore, there were many similarities between Icelandic emigration and that of other Nordic countries. Keywords: Emigrants, migration, Iceland, Canada, Brazil, The Nordic Countries, colony, New Iceland.

Accepted: 
 • Oct 29, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37221


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Brautryðjendur íslenskra vesturferða.AIM_2020.pdf394.84 kBOpenComplete TextPDFView/Open