is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37222

Titill: 
 • Lærdómssamfélag í leikskólanum er bara svona vítt og breitt : um reynslu leikskólastjóra af faglegu lærdómssamfélagi í leikskólum og hvernig þeir líta á hvað lærdómssamfélag er
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða faglegt lærdómssamfélag í leikskóla. Rannsaka á hvaða reynslu leikskólastjórar hafa af faglegu lærdómssamfélagi og hvaða skilning þeir leggja í hugtakið.
  Þetta var eigindleg rannsókn í fyrirbærafræði sem byggðist á Vancouver–skólanum. Þátttakendur eru níu leikskólastjórar af landsbyggðinni allt konur með mislanga reynslu af því að vera skólastjórar en allar með mjög langa reynslu af leikskólastarfi. Með viðtölunum var leitast við að fá vitneskju um þá reynslu sem leikskólastjórarnir hafa um faglegt lærdómssamfélag. Hvernig þeir upplifa faglegt lærdómssamfélag í skólanum sínum, ásamt því að fá innsýn inn í hvaða skilning þeir leggja í hugtakið faglegt lærdómssamfélag.
  Megin niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að skólastjórarnir nálguðust viðfangsefnið frá mismunandi hliðum og leggja mismunandi skilning í hugtakið lærdómssamfélag. Skólastjórarnir horfðu til þess að lærdómssamfélag væri innan skólans en einnig að það nái út fyrir skólann og væri allt um kring. Þegar skoðað er hvaða þættir koma fram hjá þeim, eru það sameiginleg sýn og markmið, dreifð forysta, samstarf og samvinna með áherslu á teymis– og nefndarvinnu, þar sem starfsmenn geta ígrundað starfið. Aðrir þættir sem koma fram eru að traust og virðing væri á meðal starfsmanna, sem einkennist af jákvæðum og opnum samskiptum, ásamt starfsþróun og starfseflingar með stuðningi stjórnenda og annarra starfsmanna.
  Helstu hindranir sem skólastjórarnir sáu í vegferð sinni að því að gera leikskólana að faglegu lærdómssamfélagi voru, of lítill tími til funda, of fáir starfs– og námskeiðsdagar. Lítill tími til að ígrunda og koma verkefnum áfram, of fáir fagmenntaðir starfsmenn og mikil fjarvera starfsmanna vegna veikinda. Þegar kom að hindrunum þá er hægt að skipta skólunum í tvær fylkingar annars vega leikskólar sem eru komnir vel á veg með faglegt lærdómssamfélag og síðan þeir sem eru rétt að fóta sig í þeirri vegferð að gera leikskólana að faglegu lærdómssamfélag.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study was to examine professional learning communities in kindergartens, the degree of preschool principals' experience of a professional learning community and how they understand the term.
  This was a qualitative study of phenomenology based on the Vancouver-School. Participants which consisted of nine female preschool principals from all over the country, all with substansial experience of being a preschool teacher but with various experience as administrators. The interviews aimed to gain knowledge of the preschool principals' experience of a professional learning community, how they experience the professional community in their school, and how they understand the concept of a professional learning community.
  The main findings of the study indicate that the principals approached the topic from different perspectives and provided a different understanding of the concept of a learning community. The preschool principals ensured that the learning community was present both within and outside the preschools. The focus points were common vision and goals, distributed leadership and collaboration with a focus on team- and committee work, where employees could reflect on the job or the task in hand. Furthermore, they highlighted that the employees trust and respect each other, positive and open communication, job development and leadership with the support of managers and other employees.
  The main barriers that the principals saw in their journey towards making their preschools a professional learning community were lack of time for meetings, work and seminars, lack of time to reflect and to work on projects, too few trained teachers and high sickness absence. When it comes to these barriers, the preschools can be divided into two subgroups: those who are well on their way towards a professional learning community and those who are only in the early start.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA 40 Kristín.pdf994.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna