is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37225

Titill: 
  • Jóga innan skólakerfisins : jógakennsla 5-16 ára nemenda frá sjónarhorni sex jógakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu sex jógakennara sem kennt hafa nemendum á aldrinum 5-16 ára jóga innan skólakerfisins. Tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við jógakennarana.
    Niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá rannsóknum á jóga og jógakennslu innan skólakerfisins. Þær eru einnig settar í samhengi við aðalnámskrá, skrif fræðimanna og hin ævafornu jógavísindi. Rannsóknin gefur ýmsar vísbendingar um reynslu krakkajógakennara.
    Í viðtölunum komu einkum fram þrjár ástæður fyrir því að jógakennararnir töldu mikilvægt að kenna nemendum jóga. Í fyrsta lagi fellur jóga vel að hlutverki skólans og aðalnámskrá, jógakennararnir sjá jákvæðar breytingar á líðan nemenda þegar þeir stunda jóga og reynsla þeirra er sú að nemendur sem kynnst hafa jóga biðja mikið um það. Þegar jógakennararnir lýstu uppbyggingu á dæmigerðum jógatíma kom í ljós að þeir voru oftast byggðir upp með hliðsjón af fjórum grunnþáttum jóga. Þeir voru mjög fjölbreytilegir hvað varðar tímalengd og fjölda nemenda. Jógakennararnir voru almennt með mjög ólíkar áherslur eftir aldri nemenda. Einnig mátti sjá þemu í tímunum sem tengdust ýmist einstaklingnum sjálfum eða samskiptum við aðrar manneskjur. Ýmsar áskoranir komu einnig fram.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eiga að geta nýst til þess að rökstyðja hvers vegna jóga á að vera hluti af aðalnámskrá og gefa hugmyndir um hvernig hægt sé að fella jógaiðkun að skólastarfi til að auðvelda innleiðingarferli jógakennslu í skólakerfið.
    Nokkur lykilhugtök: Börn, ungmenni, grunnskóli, jóga, jógakennarar

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this qualitative study is to shed light on the experience of six yoga teachers who have taught students aged 5-16 within the school system. Semistructured individual interviews were conducted with the yoga teachers. The results are examined based on research on yoga and yoga teaching within the school system. They are also placed in the context of the National Curriculum, the writings of scholars, and the ancient yoga sciences. The research gives various indications of the experience of children’s yoga teachers.
    The interviews highlighted three main reasons why yoga teachers consider
    it important to apply yoga to children in the school environment. Firstly, yoga fits well with the role of the school and the main curriculum, the yoga teachers see positive changes in the students' well-being when they practice yoga and their experience is that students who have learned yoga show interest in practicing it more. When the yoga teachers described the structure of a typical yoga class, it turned out that they were usually structured with four basic elements of yoga in mind. They were very diverse in terms of duration and number of students. The yoga teachers generally applied different emphases
    depending on the children’s age. You could also see themes in the class. They were either related to the individual himself or communication with other people. Various challenges also emerged. The results of the study can justify why yoga should be part of the National Curriculum and give ideas on how yoga can be integrated into schoolwork to facilitate the implementation process of yoga teaching in the school system.
    Key concepts: Children, young people, primary school, yoga, yoga teachers

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Annie.pdf981,59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna