is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37227

Titill: 
 • Grunnskólakennsla á tímum fjöldatakmarkana vegna COVID-19 : sjónarhorn grunnskólakennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í kjölfar þess að einstaklingar greindust með COVID-19 á Íslandi í mars 2020 var sett á samkomubann og fjöldatakmarkanir sem leiddi til þess að stjórnendur grunnskóla urðu að bregðast hratt við breyttum veruleika. Rannsókn þessi fjallar um sýn grunnskólakennara á grunnskólakennslu við þessar aðstæður á þessum tímum.
  Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning og varpa ljósi á upplifun grunnskólakennara á grunnskólakennslu á tímum fjöldatakmarkana vegna COVID-19.
  Rannsókninni er ætlað að leita svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig var grunnskólakennsla á tímum fjöldatakmarkana vegna COVID-19, frá sjónarhorni grunnskólakennara? Hvernig brugðust grunnskólakennarar við breyttum starfsaðstæðum vegna COVID-19? Hvernig var kennslu þeirra háttað? Hvernig sjá grunnskólakennarar framhaldið fyrir sér?
  Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru hálf-opin viðtöl við þrettán grunnskólakennara í þremur grunnskólum. Viðtölin voru tekin í apríl 2020. Fræðilegur rammi byggist á menntastefnu og lög um grunnskóla á Íslandi, störf grunnskólakennara og rannsóknum um COVID-19.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mismunur var almennt á milli grunnskóla landsins varðandi viðveru, fyrirkomulag náms og áherslur. Kennarar áttu almennt auðvelt að með aðlaga sig að nýjum kröfum í starfi og hafa vilja til að draga lærdóm af reynslu sinni sem þeir öðluðust á þessum tíma.
  Væntingar eru um að niðurstöður rannsóknarinnar leiði til frekari rannsókna um málefnið, ásamt því að grunnskólakennsla á tímum fjöldatakmarkana verði ígrunduð og tekið verði tillit til reynslu kennara og alls þess sem vel reyndist af því frumkvöðlastarfi sem unnið var og mætti taka með inn í framtíðina.
  Lykilorð: COVID-19, grunnskólakennarar (e. compulsory school teachers), grunnskóli á Íslandi (e. compulsory school in Iceland), skóli án aðgreiningar (e. inclusive school) og grunnskólakennsla (e. compulsory school teaching ).

 • Útdráttur er á ensku

  Following increasing diagnosis of COVID-19 in Iceland in March 2020, the government imposed a population constraint, which meant that compulsory school administrators had to react quickly. This study focuses on the vision of compulsory school teachers teaching in these times. The aim of this study is to gain an understanding and shed light on the experience of compulsory school teachers on compulsory school teaching in times of population constraint due to COVID-19.
  The study is intended to seek answers to the following questions: How was compulsory school teaching in times of population constraints due to COVID-19, from the perspective of compulsory school teachers? How did compulsory school teachers react to the changing working conditions due to COVID-19? How was teaching? How do teachers see the future?
  The study used a qualitative methodology in which semi-open interviews were conducted with thirteen compulsory school teachers from three primary schools. The interviews were conducted in April 2020. The theoretical framework is based on education policy and legislation on compulsory schools in Iceland, the work of compulsory school teachers and research on COVID-19.
  The main result of the study is that there was general difference between the compulsory schools regarding attendance and study emphasis. Teachers generally found it easy to adapt to new demands at work and are willing to learn from their experiences gained during this time.
  It is expected that the results of the study will lead to further research on the issue. As well as the fact that compulsory school teaching in times of population constraints will be considered regarding all the good that came from the entrepreneurial work that was created and could be included in the future.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grunnskólakennsla á tímum fjöldatakmarkana á tímum COVID-19. Ylfa Sig.pdf714.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna