is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37228

Titill: 
 • „Þú eiginlega bara ferð inn í samfélagsmiðla án þess að taka eftir því“ : samfélagsmiðla- og snjalltækjanotkun ungmenna og viðhorf þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Snjalltækjanotkun barna hefur talsvert borið á góma á seinustu árum. Markmið þessarar rannsóknar var að heyra hvað ungmennunum sjálfum finnst um þessa umræðu og í tilraun til þess að fá nýjan vinkil í umræðuna var ákveðið að ræða við börn, sem koma úr dreifbýli, á norðurhluta Íslands. Viðmælendur voru bekkjarsystkini úr 8. bekk, sex talsins og með jöfnu kynjahlutfalli.
  Niðurstöðurnar gefa til kynna að nemendurnir eyði stórum hluta dagsins í skjátíma. Þeir eru yfirleitt með snjallsímann við höndina og nýta flestar stundir til að skoða samfélagsmiðla. Svo virðist sem skjánotkun þeirra sé yfir þeim viðmiðum sem lögð hafa verið fram af heilbrigðisyfirvöldum og nokkrir viðmælendur sýndu einkenni, sem stundum eru tengd við óhóflega snjalltækjanotkun, t.d. kvíða og depurð. Í ljós kom að nemendur upplifa ekki mikla athygli foreldra sinna hvað snjalltækjanotkun varðar, skjátíma þeirra er lítið stýrt og algengt er að skjátími, þá sér í lagi sjónvarpsáhorf, komi reglulega niður á svefni þeirra. Að því sögðu, kom það einnig fram að nemendur hafa ekki miklar áhyggjur af ofnotkun, netöryggi eða fylgikvillum. Þeir gerðu sér grein fyrir því að það þurfa að vera mörk og að sumir þurfi að minnka notkun. Nemendur virðast ekki setja sér mörkin sjálfir en hafa skilning á þeim mörkum, sem sett hafa verið af foreldrum og skóla. Því má draga þá ályktun að ef skjánotkun viðmælenda telst óhófleg þá geti foreldrar bætt samskipti sín við börnin hvað varðar skjánotkun þeirra, sýnt netheimi þeirra meiri áhuga og sett skýr mörk sem fylgt er eftir.
  Þessi rannsókn er ekki stór en hún gefur dýpt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru sambærilegar öðrum rannsóknum sem benda til þess að foreldrar geti dregið úr ýmsum hættum, sem leynast á netinu, með því að taka virkan þátt í netnotkun barna sinna.

 • Útdráttur er á ensku

  Children’s use of smart devices has been discussed a lot in recent years. The aim of this study was to hear what the children themselves feel about this subject. In an attempt to get a new perspective of the discussion, it was decided to interview children that came from a rural area in the northern part of Iceland. Six 8th graders were interviewed, three boys and three girls.
  Results indicate that screen-time is a large part of student life, they usually keep their phones close and use most opportunities to browse through social media. It seems that their screen-time exceeds the criteria which has been published by the health care system. Some of the students showed signs which are sometimes linked to excessive use of smart devices (anxiety and depression). The results suggest that the children don’t get much attention from their parents concerning internet use and parents do not seem to control their screen-time a lot, even though it regularly affects their sleep. However, the study suggests that the students do not worry about excessive screen-time, internet risks or such complications. They realize that there are limits and some people need to decrease their screen-time. They do not set their own limits but appear understanding towards the limits that they’ve gotten from their parents and school. Therefore, the study concludes that if students’ screen-time is excessive, their parents have the opportunity to improve the discussion with their children about internet use, show interest in their online activities and set clear limits concerning screen-time and internet use.
  This is a small study but it gives an insight into the discussion. The results are comparable to other studies and suggest that parents can reduce online risks by taking an active part in their children’s internet use.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR_OrnBjornsson_21092020_skemman.pdf635.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna