is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37230

Titill: 
 • Baskar og ETA : frá fornu til Franco
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er gefin innsýn í sögu Baska og fólksins sem hefur frá fornu kennt sig við Baskaland. Fjallað er um söguleg tengsl Baska við bæði nágrannaþjóðir sínar og Íslendinga. Sagt er frá átökum sem einkennt hafa baráttu þeirra fyrir landsvæði, sjálfstæði menningar sinnar og tungumáli. Greint er frá sögu verslunar Baska með hvalaafurðir, sérstaklega verslunar sem tengja Íslendinga og Baska gegnum veiðar þeirra við Íslandsstrendur. Baskar voru meira og minna sjálfstæð þjóð innan þeirra konungsríkja sem ríktu á Íberíuskaga og norður yfir Pýreneafjöll. Helgast það meðal annars af því að Baskar áttu sitt eigið löggjafarþing og frægast þeirra var staðsett Guernica, þar sem það er enn. Á sama tíma og Baskalögin (fueros) sameinuðu Baska fyrr og síðar viðhéldu þau aðskilnaði milli þeirra og Spánverja.
  Umræða um sjálfstæði Baskalands hefur einkennt fréttaflutning um málefni Baska. Þau stefnumál og stjórnmálaöfl sem hafa verið áhrifamikil í þeirri baráttu eru kynnt og fjallað er um hvernig sérstök samtök hafa myndast um kröfur Baska. Sagt er frá afleiðingum þessara átaka og pólitískum aftökum, hvernig hinir herskáu ETA liðar tóku við forystuhlutverkinu í sjálfstæðisbaráttu Baska af PNV-samtökunum, og hvernig baráttan litaði sögu Spánar á 20. öld, einkum á valdatíma Franscisco Francos. Að lokum er umfjöllun íslenskra fjölmiðla á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar greind og sýnt hvernig sú umfjöllun endurspeglar afleiðingar þeirrar viðkvæmu pólitísku stöðu sem ríkt hefur í Baskalandi.
  Lykilorð: Hvalveiðar, Baskar, tungumál Baska, ETA, PNV, þjóðernisbarátta.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay gives insight into the history of the Basque people and those who have identified as inhabitants of the Basque Country. A description is given about the relationships the Basques have had with neighbouring countries and Iceland. A history of conflict is summarized, and accounts are given of the struggles the Basques have had to endure in order to protect their land, independent culture and language. The essay describes Basque’s unique history of whaling, with special attention to their commercial whaling near Icelandic. The essay tells the story of Basques being an almost independent nation between the reigning kingdoms of the Iberian Peninsula and the Pyrenees. The Basques have long had their own assembly, the most famous being in Guernica where it still resides. At the same time the Basques have long had their own law (fueros), contributing to their union, it has also helped maintain separation between them and Spain.
  A big part of media coverage about the Basque Country has involved reports about their fight for independence. The politics and political actors that have been influential in this struggle are introduced, highlighting the impact of revolutionary groups willing to fight more heatedly for those demands. The effects of these struggles have been manifested in violence and political assassinations. The militant ETA took over from the PNV and their struggle tainted the history of Spain in the 20th century. Finally, the essay gives a portrayal of media coverage in Iceland that highlight the tension and political instability associated with the region.
  Keywords: Whaling, Basque people, Basque language, ETA, PNV, national liberation.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baskar_og_ETA_BB.pdf511.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna