is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37231

Titill: 
  • Mat náttúrugreinakennara í Árborg á eigin þörf fyrir ráðgjöf og stuðning : viðtöl við unglingastigskennara
  • Titill er á ensku The evaluation of natural science teachers in Árborg of their own need for consultation and support : interviews with lower secondary teachers
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvers konar ráðgjöf og stuðning náttúrugreinakennarar á unglingastigi grunnskóla í sveitarfélaginu Árborg telja að þeir þurfi til að efla kennslu sína í náttúrugreinum. Mikilvægt er að kortleggja hver stuðningur til kennara sé í raun og veru og jafnframt að skoða hvers konar stuðning þeir vilji meira af eða hvað þeim vanti alveg. Farið verður yfir hvað rannsóknir á sviði skólaþróunar hafa sýnt okkur í gegnum árin, ásamt því að fjallað verður um fagmennsku kennara og hvaða leiðir er hægt að fara til þess að efla þá faglega. Tekin voru viðtöl við alla starfandi náttúrugreinakennara í sveitarfélaginu Árborg í von um að sjá upplifun þeirra og sýn á náttúrugreinakennsluna.Sýndu niðurstöðurnar fram á að kennarar í sveitarfélaginu Árborg telja samvinnu við aðra kennara mikinn stuðning í starfi. Benda þeir jafnframt á að í heildina sé lítil samvinna milli náttúrugreinakennara en vilji sé til að auka hana. Þeir töldu sig hafa þörf fyrir sérsniðin námskeið sem nýttust þeim beint í kennslu á náttúrugreinum ásamt því að námskeiðin yrðu frekar færð inn í skólana. Einnig beindu þeir sjónum að mismunandi aðbúnaði til náttúrugreinakennslu í skólunum og mikilvægi þess að hafa góðan stuðning frá stjórnendum skólanna. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á sviði ráðgjafar og stuðnings við kennara og ættu því að nýtast skólastjórnendum og sveitarfélagi til þess að finna leiðir til að efla fagmennsku náttúrugreinakennara.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to examine what kind of consultation and support natural science teachers on lower secondary school level think they need to reinforce their teaching in natural science. It is important to map out what kind of support teachers are really getting and if they think they need more support or if the support is completely
    lacking. Research on the field of school development will be revised and what they have shown us over the years, the professionalism of teachers will also be discussed and how their professionalism can be reinforced. Five natural science teachers were interviewed in the municipality of Árborg with hope of getting a clear description of where natural science stands within the municipality. From the interviews, main themes were analysed that best explained what kind of support teachers were getting, also if they thought more support was needed in their teaching and if so, what kind of support. The findings showed that teachers in the municipality of Árborg thought that cooperation with other teachers was a big support in their work. They also indicated that there was not a lot of cooperation between teachers but there is a will to increase it. They thought that customized courses for natural science would be effective, also if the courses could be a part of their day to day teaching it would come in handy. They also highlighted different facilities in schools for teaching natural science and that the support of school administrators was very important. As a whole, this research supports results of earlier researches about supporting the professionalism of teachers and should be useful for school administrators and the municipality to find ways to reinforce teachers and their professionalism.

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. ritgerð Ingibjörg Magnúsdóttir.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma yfirlýsing Ingibjörg Magnúsdóttir_NEW.pdf411.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF