is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37234

Titill: 
  • Að vekja listina í sjálfum sér : ávinningur nemenda af þátttöku í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að stuðla að aukinni þekkingu á listkennslu og skoða hvaða áhrif þátttaka í verkefni eins og Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, hefur á líðan og sjálfsmynd ungmenna. Jafnframt var markmiðið að skoða áhrif Skrekks á skólabrag og skólamenningu. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru sextán viðtöl, átta við rýnihópa nemenda á unglingastigi (sex nemendur í hverjum hópi að meðaltali) og átta viðtöl við kennara og skólastjórnendur, úr fimm skólum. Einnig var fylgst með nemendum á úrslitakvöldi Skrekks í Borgarleikhúsinu. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að þátttaka í Skrekk hefur áhrif á líðan og sjálfsmynd ungmenna, sér í lagi þegar þeir fá tækifæri til að vinna út frá eigin reynslu í námi og lýðræðislegum gildum. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að þátttaka í Skrekk hefur áhrif á skólasamfélagið þar sem mikil liðsheild skapaðist í kringum keppnina. Nemendur kynntust þvert á árganga og í ljós kom að þeir litu á þátttöku sína sem afar dýrmætan tíma þar sem þeir söfnuðu jákvæðum minningum. Þátttaka jók á stolt nemenda, bæði þátttakenda sem áhorfenda þátttökuskóla og þeirra nemenda sem fylgdust með úr fjarlægð. Þannig urðu þátttakendur og áhorfendur hluti af Skrekks-samfélaginu þar sem félagsleg tengsl mynduðust auk menningar- og samfélagslegra áhrifa sem hafði áhrif á skólasamfélagið í heild. Á þann hátt urðu listirnar þáttur í reynslunámi nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to support an increased knowledge of art education and investigate how participation in projects like Skrekkur, a talent competition for Reykjavík middle schools, affects the wellbeing and self-image of young people. The aim was simultaneously to examine Skrekkur's influence on the school atmosphere and school culture. The research is based on a qualitative research method. Sixteen interviews were conducted, eight with focus groups of adolescent students (six students in each group on average) and eight interviews were conducted with teachers and school administrators from five schools. In addition, students were observed at Skrekkur’s final night in the Borgarleikhús theater. The results of the study showed that participation in Skrekkur affects the well-being and self-image of young people, especially when they are given the opportunity to work from their own experience of education and democratic values. The study also showed that participation in Skrekkur affects the school community, as a strong team unity formed around the competition. Students got to know other students from different years and it turned out that they regarded their participation as a very valuable time where they made positive memories. Participation increased the students’ self pride, both for the participants and spectators of the participating school as well as for students that watched from a distance. Thus, participants and spectators became part of the Skrekkur community, where social bonds were formed, as well as cultural and social influences that affected the school community as a whole. In this way, the arts became part of the students' experiential learning.

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vekja listina í sjálfum sér inn á Skemmu 2.pdf810.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf307.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF