is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37235

Titill: 
 • Heimspekileg samræða um bókmenntaverk í kennslu : námsefni í lífsleikni
 • Titill er á ensku Philosophical discussions on literature : a life skills study material
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni notast ég við frumsamda skáldsögu sem hugsuð er fyrir börn og unglinga. Eftir hvern kafla bókarinnar útfæri ég spurningar til umræðu með það markmið að vekja nemendur til umhugsunar um þau viðkvæmu málefni sem koma fyrir í sögunni, svo sem einelti og erfiðar tilfinningar. Ég lagði upp með spurninguna: „Hvernig get ég aukið samræður nemenda um einelti og nokkur önnur viðkvæm mál af heiðarleika og einlægni?” Námsefnið er þannig gert til þess að auka skilning nemenda á þessum málefnum, fá þá til að bregðast rétt við í erfiðum aðstæðum og er þannig tilraun til að koma í veg fyrir einelti og önnur eitruð samskipti. Spurningarnar eru búnar til í anda heimspekilegrar samræðu, en þannig vonast ég til að auka skilning nemenda á ýmsum siðferðilegum málefnum.
  Námsefnið er hugsað fyrir lífsleikni þar sem rannsóknir sýna að markviss lífsleiknikennsla dragi úr árásarhneigð, einelti og áfengisneyslu (Kimber, Sandell og Bremberg, 2008). Námsefnið getur þó einnig verið notað í öðrum námsgreinum, svo sem íslensku. Markmið verkefnisins er einnig að efla áhuga á lestri og að gera lestur barnabóka að stærri þætti í formlegu námi barna. Greinargerðin fjallar í fyrstu um gildi lífsleiknikennslu og hvort greinin henti þegar ræða á um þau málefni sem tekin eru fyrir í sögunni. Því næst er fjallað um einelti og þau viðkvæmu mál sem upp koma í bókinni. Þá fjallar greinargerðin um heimspekilega samræðu og hvernig sú aðferð nýtist til að ná tilætluðum markmiðum með námsefninu. Að lokum er gildi barnabókmennta í kennslu rakið og hvernig nýta megi bókmenntir til að fjalla um ýmis siðferðileg álitamál.
  Námsefnið sem hér um ræðir sýnir hvernig hægt sé að nota bókmenntaverk til þess að auka skilning nemenda á þeim málefnum sem koma fyrir í sögunni með heimspekilegri samræðu og á sama tíma auka lestraráhuga þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis I will be using an original novel written for children and teenagers. Following each chapter of the book I will implement questions for discussion with the objective to motivate students to reflect on the delicate matters presented in the story, such as bullying
  and difficult emotions. I set out with the question: "How can I, in an honest and genuine way, promote discussion among students about bullying and other delicate matters?" The motive of the study material is to increase students' comprehension of these topics as well as inciting the appropriate response in challenging circumstances, and is consequently an experiment that strives to prevent bullying and other toxic interactions. The questions are constructed as philosophical discussions, through which I hope to increase comprehension among students on various ethical matters.
  The study material is meant to be used in teaching life skills, as studies have shown that targeted teaching of life skills hinders aggressiveness, bullying and alcohol use (Kimber, Sandell and Bremberg, 2008). The study material can also be utilized in other subjects, for
  example Icelandic. Furthermore, the goal of the project is to increase interest in reading and to make reading of children's books a larger part of the official curriculum. Initially, the inherent value of teaching life skills is examined, and whether the subject is suitable for discussing the topics presented in the story. Secondly, bullying and the delicate matters presented in the novel are discussed. Thirdly, an investigation of how philosophical discussions can be utilized to achieve the desired goals of the study material. Finally, the value of children's literature in teaching is traced, as well as an exploration of how literature can be employed to discuss various ethical topics.
  The study material in question showcases how literary works can be utilized to enhance students' understanding of the matters that are presented in the story with a philosophical discussion, while simultaneously increasing their interest in reading.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimspekileg samræða um bókmenntaverk í kennslu- námsefni í lífsleikni.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Rakel_Þ.pdf228.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF