is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37238

Titill: 
 • Öld Guðríðar Símonardóttur
 • Titill er á ensku The Age of Guðríður Símonardóttir
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er tilraun til að draga saman æviskeið Guðríðar Símonardóttur í sögulega skáldsögu sem ætlað er sem námsefni í samfélagsgreinum fyrir nemendur í grunnskóla. Verkefni er í tveimur hlutum, annarsvegar námsbók um Guðríði og hins vegar greinargerð þar sem gerð verður grein fyrir þýðingu efnisins, bakgrunni þess, hugmyndafræði og tenglum við námskrá. Rannsóknir á námsefni hér á landi sýna að konur hafa lítt verið til umfjöllunar í sögukennslubókum grunnskóla. Með þessu námsefni geri ég því tilraun til að rétta hlut kvenna í sögukennslubókum grunnskóla, þar sem fjarvera þeirra og ójöfn staða hefur sett sitt mark.
  Markmið námsefnisins er að kveikja áhuga nemenda á lífi Guðríðar og 17. öldinni. Í gegnum hana verður gerð tilraun til að varpa ljósi á sögulega viðburði, samfélag og tíðaranda 17. aldar og flétta þar inn ýmsum fróðleik þótt ekki snerti hann allur líf hennar beint eins og sagan verður sögð. Námsefnið er ævisöguleg skáldsaga, en í ljósi þess hve lítið er vitað um líf Guðríðar hefur höfundur námsefnisins tekið sér talsvert skáldaleyfi. Námsefni er fyrst og fremst hugsað sem ítar- eða hliðarefni við sögukennslu grunnskóla. En einnig væri hægt að nota það í tengslum við þemavikur þar sem viðfangsefnið væri 17. öldin eða Íslendingar á árum áður.
  Við gerð námsefnis var stuðst við þá þekkingu sem til er í bókum og heimildum um Guðríði og 17. öldina. Að baki þeirri vinnu liggur umfangsmikil heimildavinna og þær upplýsingar fullt tilefni í stóra og mikla bók. Til að gera námsefnið aðgengilegt og áhugavert fyrir nám og kennslu þurfti höfundur þó að afmarka skrif sín verulega til að textinn yrði sem frambærilegastur.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this final thesis is an attempt to summarise the life of Guðríður Símonardóttir into a historical fiction, which will primarily serve as a textbook in social studies. The project consists of two parts, a textbook and a thesis. The thesis addresses the meaning of the content, the background, the idea and the connection to the curriculum. Research on teaching materials has shown that women have been less represented in history textbooks. This text book is my attempt to correct women‘s share in social studies for students.
  The aim of the textbook is to spark student‘s interest in Guðríður‘s life and the 17th century. Light will be shed on historical events, society and the times of the 17th century. In her story various information will be combined in. Because how little is known about the life of Guðríður, this textbook is a historical fiction. The textbook is
  thought to be supplementary material in social studies education in elementary schools. It can also be used in thematic weeks where the subject matter would be the 17th century.
  This textbook is based on available knowledge in books and sources about
  Guðríður and the 17th century. Behind the making of this textbook lies extensive analysis of documentation that could be a material in a large book. However, in order to make the textbook accessible and intersting for learning and teaching, the author needed to restrict their writing significantly in order for the text to be the most presentable.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öld Guðríðar - Greinargerð.pdf551.44 kBLokaður til...05.07.2090GreinargerðPDF
Öld Guðríðar Símonardóttur - sagan .pdf1.09 MBLokaður til...05.07.2090NámsefniPDF
Yfirlýsing - skemman.pdf192.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF