is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37239

Titill: 
  • Gildi og vægi útiveru í lífi foreldra og barna á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á tímum örra tæknibreytinga sem einkenna samfélagið sem við lifum í hefur leikjamenning barna einnig breyst. Börn á Íslandi búa almennt við þau forréttindi að geta leikið sér frjáls úti í öruggu umhverfi þegar þau hafa aldur til, án þess að vera stöðugt undir eftirliti fullorðinna. Nánast hvar sem þau eru búsett á landinu er stutt í náttúruna og opin svæði. Það sama á ekki við um börn sem búsett eru víða á Vesturlöndum, þar sem algengara virðist að foreldrar telji ekki öruggt að leyfa börnum sínum að vera einum úti án eftirlits. Þrátt fyrir þau forréttindi sem íslensk börn búa við virðast þau ekki verja meiri tíma í útiveru og frjálsan leik utandyra í samanburði við önnur lönd. Tilgangurinn með rannsókninni er að skoða gildi og vægi útiveru í lífi foreldra og barna á höfuðborgarsvæðinu. Áherslan er að skoða fyrirbærið útiveru út frá sjónarhorni foreldra, viðhorfum þeirra til útiveru og hreyfingar og þeim áherslum sem foreldrar leggja á útiveru barna í uppeldinu. Tekin voru viðtöl við átta foreldra sem eiga börn á grunnskólaaldri og eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að félagsleg tengsl og áhugi barna fyrir útiveru í félagahópnum hafi meira vægi en aðstæður til útiveru í nærumhverfinu. Foreldrar telja að áhugi barna á skjánotkun og öll sú afþreying sem standi þeim til boða innandyra, sé helsta ástæðan fyrir áhugaleysi barna á útiverunni og þar hafi félagslegi þátturinn mest áhrif. Sérstaklega þegar börn fara að nálgast unglingsaldurinn og börnin í félagahópnum sýni skjánotkun meiri áhuga en útiveru. Niðurstöður benda einnig til að viðhorf foreldra og áhugi þeirra á heilsusamlegum lífsstíl og hreyfingu hefur áhrif á þær áherslur sem foreldrar leggja á hreyfingu og skipulagt íþróttastarf í uppeldinu og þegar kemur að samverustundum fjölskyldunnar. Höfundur vonast til að rannsóknin varpi ljósi á viðhorf foreldra til útiveru barna og að niðurstöður rannsóknarinnar reynist hvatning fyrir stjórnvöld og stefnumótandi aðila til að móta stefnu sem eykur vitund foreldra og forráðamanna um mikilvægi útiveru og frjálsan leik í lífi barna.

  • Útdráttur er á ensku

    In the age of rapid technological change that characterizes the society in which we live, the play culture of children has also changed. Children in Iceland generally enjoy the privilege of being able to play freely and save outdoor‘s without constant supervision of adults. Almost
    anywhere they live in the country they have access to nature and open areas. The same does not apply to children living in many parts of the West, as it seems more common for parents not to feel safe allowing their children to be alone outside without any supervision. Despite
    the privileges that Icelandic children enjoy, they do not seem to spend more time in free play outdoors compared to other countries. The purpose of the study is to examine the value and importance of outdoor life in the lives of parents and children in the capital area.
    The emphasis is on examining the phenomenon of outdoor life from the perspective of parents, their attitudes towards outdoor life and exercise and the emphasis that parents place on the outdoor life of children in their upbringing. Interviews were conducted with eight parents who have children of primary school age and live in the capital area.
    The results of the study indicate that the social factor is more important than the conditions for outdoor life in the local area. Parents believe that children's interest in screen use, and all the entertainment available to them indoors, is the main reason for children's lack of interest in the outdoors, and where the social aspect has the greatest impact. Especially when children are approaching adolescence and the children in the social group show more interest in screens than outdoor activities. The results also indicate that parents 'attitudes and interests towards a healthy lifestyle and exercise influence the parents' emphasis on exercise and organized sports activities in the upbringing and when it comes to family time together. The author hopes that the study will shed light on parents' attitudes towards children's outdoor activities and that the results of the study will encourage government and policy makers to formulate policies that increase parents' and guardians' awareness of the importance of outdoor activities and free play in children's lives.

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
birna_sigurjonsdottir.MA.pdf931.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_birna.pdf50.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF