is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3723

Titill: 
 • Trúarbragðakennsla á unglingastigi : staða og nálganir í trúarbragðakennslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni til B.Ed. -gráðu á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands er fjallað um trúarbragðakennslu á unglingastigi. Gengið var út frá því að kennsla í trúarbragðafræðum eigi í vök að verjast á unglingastigi. Gerð var eigindleg rannsókn á fjórum skólum á Reykjavíkursvæðinu þar sem reynt var að fá svör við spurningum sem lútuðu að stuðningi áfangamarkmiða trúarbragðafræða skv. aðalnámskrá, ályktun um veruleika trúarbragðakennslu í þessum skólum og bætingu eða aukningu á kennslunni.
  Í fræðilega hluta verkefnisins er annars vegar skoðuð staða trúarbragðakennslunnar á Íslandi og Svíþjóð og hins vegar sjónarmið Roberts Jackson um kennslufræðilegar nálganir. Tilgangur rannsóknarinnar var sá að bera saman tvo grunnskóla sem eru með trúarbragðakennslu á unglingastigi og tvo skóla sem ekki eru með trúarbragðakennslu sem sjálfstæð námsgrein á unglingastigi og skoða hvernig kennslunni er háttað. Tekin voru hálf-opin viðtöl við tvo aðila í hverjum skóla, stjórnanda og kennara.
  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá töldu skólarnir sig væri að mæta áfangamarkmiðum trúarbragðafræðslunnar við lok 10. bekkjar. Allir voru hlynntir aukningu kennslunnar og að hugsanlega væri hægt að bæta kennsluna með fjölgun kennslustunda og annarra námsgreina. Nálganir Jacksons leggja áherslu á að nemandinn og frásögur, reynsla og þekking væru meginatriði í kennslunni. Nemendur kynnast því viðhorfum annarra og bera virðingu fyrir öðrum. Samanburður náms og kennslunálgana á Íslandi og Svíþjóð sýnir að þessi atriði eru nokkuð svipað í löndunum. Ætlunin er að stuðla að menntun og þroska nemenda þannig að það efli og dýpki skilning sinn á samfélaginu.
  Ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar má segja að skólarnir, sem rannsakaðir voru, einbeiti sér ekki að nemandanum sjálfum. Ekki er verið að nýta trúarbragðakennsluna að fullu því með námi á öðrum trúarbrögðum fær nemandinn að kynnast öðrum siðum og venjum annarra. Þar af leiðandi læra þeir umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu gagnvart öðrum trúarbrögðum. Kennslan er því þarfur þáttur í skólastarfinu einkum á unglingastigi þar sem þroski og skilningur nemenda er mikill og mætti því auka og bæta kennslu með fjölgun kennslustunda, betri kennslubókum og sérþekkingu kennara.
  Lykilorð: Kennslunálganir.

Samþykkt: 
 • 28.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf487.91 kBOpinnHeildatextiPDFSkoða/Opna