is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3724

Titill: 
 • Holdafar og lífsstíll framhaldsskólanema : viðhorf ungs fólks til eigin holdafars og tengslin við raunverulega þyngd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðhorf kynja til eigin holdafars er ólíkt þar sem ungar konur eru ósáttari við eigin líkama en ungir karlar og vilja almennt vera léttari en þær eru á meðan karlarnir vilja vera þyngri. Markmið með rannsókninni var að kanna viðhorf ungs fólks til eigin holdafars í tengslum við raunverulega þyngd þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur í framhaldsskólum fæddir árið 1990. Spurningalisti var lagður fyrir 264 þátttakendur af báðum kynjum en 261 svaraði og var því svarhlutfallið um 99%. Holdafarsmælingar voru gerðar á þátttakendum og út frá þeim fundinn út líkamsþyngdarstuðull þeirra.
  Í rannsókninni nýttum við okkur afmarkaðar spurningar af spurningalistanum sem lagður var fyrir þátttakendur ásamt niðurstöðum mælinga á holdafari þeirra. Við skoðuðum markvisst viðhorf, upplifun og líðan nemenda á eigin holdafari í samanburði við þeirra raunverulegu þyngd. Einnig athuguðum við lítillega hugsanleg tengsl holdafars við hreyfingu, megrun, morgunverðaneyslu og einkunnir þátttakenda.
  Helstu niðurstöður voru þær að hátt hlutfall kvenna í kjörþyngd eða tæp 38% voru ósáttar við eigin líkama. Almennt voru flestir þátttakenda í kjörþyngd eða um 72%. Fleiri konur en karlar mældust undir kjörþyngd en tæp 9% ungra kvenna mældust undir kjörþyngd á móti 2% karla. Hins vegar mældust fleiri karlar en konur í ofþyngd eða offitu en rúmlega 26% ungra karla voru í ofþyngd eða offitu á meðan það mældust rúmlega 19% kvenna í þeim hópi. Viðhorf karla og kvenna til þyngdar er mjög ólíkt þar sem konur vilja oft á tíðum vera léttari en þær eru og karlar þyngri. Karlmenn hreyfðu sig hins vegar meira en konur þrátt fyrir að konurnar færu oftar í megrun en karlar. Algengast var að bæði kynin borðuðu morgunverð því sem næst daglega.
  Fróðlegt var að sjá eftir úrvinnslu gagnanna hversu ólík kynin eru þegar kemur að viðhorfi þeirra til eigin holdafars. Ungar konur eru greinilega meðvitaðari um eigin þyngd og almennt ósáttari við líkama sinn þrátt fyrir að hátt hlutfall þeirra séu í kjörþyngd. Ungar konur vilja vera grennri á meðan ungir karlar vilja vera vöðvastæltari og sækjast kynin greinilega eftir ákveðnu útliti sem þykir eftirsóknarvert í dag. Ungir karlar hreyfðu sig meira en ungar konur en það gæti verið ástæðan fyrir jákvæðara viðhorfi þeirra til eigin líkama í samanburði við ungar konur í dag.

Samþykkt: 
 • 28.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lanema_fixed.pdf4.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna