is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37241

Titill: 
 • „Ég tala varla við mömmu þótt við búum saman ... ég bara bý með henni“ : sýn ungmenna sem stunda áhættuhegðun á samband sitt við uppeldisaðila
 • Titill er á ensku "I don‘t really talk to my mom even if we live together ... I just live with her“ : the view of risk-taking young people on their relationships with their parents
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á sýn ungmenna sem stundað hafa áhættuhegðun á samband sitt og foreldra sinna. Einnig verður leitað eftir viðhorfum þeirra til áfengis- og vímuefnaneyslu og kynheilbrigðis, þeirra eigin reynslu af áfengis- og vímuefnaneyslu og tengslum við félagahópinn.
  Í rannsókninni eru notaðar eigindlegarrannsóknaraðferðir en tekin voru djúpviðtöl við átta ungmenni sem höfðu reynslu af áhættuhegðun. Viðtölin voru þemagreind og fram komu fjögur meginþemu: Samveru- og afskiptaleysi;skortur á afleiðingum; „normalisering“ vímuefna;og viðhorf til kynhegðunar. Nokkur undirþema komu svo fram undir hverju þema.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru í fyrsta lagi þær að unglingarnir upplifðu erfið samskipti við foreldra sína sem gjarnan einkenndust af rifrildum og misskilningi, þeirlýstu yfir vantrausti á foreldra sína og sögðust hafa leitað annað eftir ráðum. Í öðru lagi sögðu þeir hafa verið litlar reglur á heimilum sínum og jafnframt hefðu litlar eða engar afleiðingar verið af því að fara gegn reglum. Þeir töldu strangar reglur og afleiðingar auka líkur á að þeir myndu brjóta af sér. Að því sögðu voru unglingarnir ánægðir með afskiptaleysi foreldra að einhverju leiti en vildu að foreldrarnir treystu sér betur.
  Í þriðja lagi var samhljómur í máli ungmennanna um viðhorf til áfengis- og vímuefnaneyslu.Hún væri almenn meðal jafnaldra þeirra og vina og þau upplifðu ekki að uppeldisaðilar þeirra teldu hana óæskilega eða alvarlega svo lengi sem neyslan væri í hófi og þau hefðu stjórn á aðstæðum.
  Í fjórða lagi kom í ljós að öllum þátttakendum þótti skorta fræðslu í skólum bæði um áfengi sem og um vímuefni og kynfræðslu. Sum mundu ekki eftir neinni slíkri fræðslu meðan önnurtöluðu um að fræðslan þyrfti að vera meira við hæfi. Öll töluðu þau um mikilvægi þess að fá utanaðkomandi aðila til að sinna henni í stað kennara eða skólahjúkrunarfræðings.

  Lykilhugtök: ungmenni, áhættuhegðun, foreldrar, samskipti, vímuefnaneysla.

 • Útdráttur er á ensku

  The focus of this research is to get a deeper understanding ofteenagers who show adverse behavioral perspective in regards to their personal relationships with their parents and other significant adults in their life,such as teachers and youth center workers. The research was a qualitative research, where the author interviewed eight young people between the ages of 14-17 years old. The data was first collected utilizing a semi-structured interview form and then it was thoroughly analyzed. The thematic analysis identified four main causation findings that stood out. Those were: Insufficient communication and supervision by parents, inadequate accountability, normalization of illicit drug usage and responsibility in regards of sexual behavior.
  The first finding indicated that the teenagers described that the relationship with their parents was good. However, it was evident that those relationships were largely characterized by arguments and misunderstandings between the teenagers and their parents. The teenagers expressed a lack of trust in their parents and often looked elsewhere for advice.
  The second finding in our reseach indicated that the teenagers experienced inadequate accountability. The teenagers expressed that there was an agregious lack of rules and subsequent consequences. Nevertheless, they believed that if the opposite was true and more strict rules and consequences were in place that they would still find blissfulness in breaking the rules. The participants of this research were happy about their parents‘ indiffence to their sentiment around rules and consequneces. Lastly, the teens reiterated their lack of trust and wished they would receive more trust from their parents.
  The third finding indicated that all of the teenagers considered that drinking alcoholic beverages and the recreational use of illict drugs was a common occurrence in their group of peers and they did not perceive it as something serious or dangerous as long as they felt they were in control over the dosage.
  The last finding indicated that all of the particiants felt there was a lack of information from their schools in regards to alcohol, drugs and sexual education. Predominantly, all the teenagers agreed that it was important that the school provided them with the tools and resources to educate themselves on the aforementioned subject.
  Keywords: adolescents;risk behavior; parents; communication; drug use

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MargretAsdisBjornsdottir_Lokaritgerd.pdf967.4 kBLokaður til...10.09.2025HeildartextiPDF
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf201.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF