is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37242

Titill: 
 • Þörf á uppeldisfræðslu fyrir foreldra 0–2 ára barna : sjónarhorn starfsfólks í ung- og smábarnavernd
 • Titill er á ensku The need for parent education : perspectives of infant health care workers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast betri þekkingu á þörf foreldra 0–2 ára barna fyrir uppeldisfræðslu svo hægt sé að styðja betur við þá í sínu hlutverki. Því var markmiðið að kanna viðhorf starfsfólks í ung- og smábarnavernd á þörf fyrir uppeldisfræðslu til foreldra 0–2 ára barna, sem og að athuga hvaða viðfangsefni tengd uppeldi starfsfólkið teldi brýnast að fræða foreldra um. Þá var markmiðið einnig að skoða reynslu starfsfólks í ung- og smábarnavernd af að veita foreldrum fræðslu um uppeldi. Rannsóknarspurningar voru tvær: 1) Hvernig metur starfsfólk í ung- og smábarnavernd þörf á uppeldisfræðslu fyrir foreldra 0–2 ára barna og hvaða viðfangsefni telur starfsfólk að þurfi að vera í slíkri fræðslu? og 2) Hver er reynsla starfsfólks í ung- og smábarnavernd af að veita foreldrum fræðslu um uppeldi?
  Fyrstu tvö æviárin á sér stað mikill þroski sem skiptir sköpum út ævina alla og því mikilvægt að foreldrar séu í stakk búnir að styðja við hann og mæta þörfum barna sinna á sem flestum sviðum. Starfsfólk ung- og smábarnaverndar er sá hópur fagfólks sem hittir nánast öll ungbörn og foreldra þeirra, en yfir 90% mæta í skoðanir og bólusetningar fram að átján mánaða aldri. Þörf á uppeldisfræðslu og stuðningi við foreldra þessa aldurshóps hefur lítið verið rannsökuð hér á landi og mikilvægt að skoða hvað þessi faghópur telur að leggja eigi áherslu á í uppeldisfræðslu foreldra 0–2 ára barna.
  Spurningalisti var sendur á allt starfsfólk ung- og smábarnaverndar á landinu, að undanskilinni einni starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Listinn var því sendur til 200 starfsmanna og svör bárust frá 101 þeirra. Unnið var úr tölulegum gögnum og svör við opnum spurningum voru þemagreind. Helstu niðurstöður sýna að mikil þörf er á aukinni uppeldisfræðslu og stuðningi við foreldra. Þátttakendur töldu þörf á fræðslu um uppeldi, þroska, umönnun, tengslamyndun, foreldrahlutverkið og skjátíma. Einnig töldu þeir að mikilvægt væri að sérfræðingar í uppeldi sæju um þessa fræðslu. Meðal þroskasviða töldu þátttakendur foreldra búa yfir minnstri þekkingu á tilfinningaþroska og tæplega helmingur taldi foreldra gera óraunhæfar kröfur til 0–2 ára barna sinna miðað við aldur og þroska. Tæplega 45% þátttakenda töldu að foreldrum þætti hvorki mikilvægt né lítilvægt eða frekar lítilvægt að verja tíma með barni sínu þar sem það nyti óskiptrar athygli foreldra og meirihluti (73%) taldi að foreldrar hefðu miðlungs eða minni þekkingu á því hvernig stuðla ætti að öruggum geðtengslum. Stór hluti þátttakenda (68%) taldi foreldra ekki nógu meðvitaða um þau áhrif sem upplifanir í frumbernsku hafa á líf og líðan seinna meir. Þá taldi um helmingur þátttakenda foreldra eiga erfitt með að setja börnum sínum mörk og fylgja þeim eftir, meirihluti taldi 1–2 ára börn stjórna foreldrum sínum og rúmur þriðjungur taldi foreldra ofvernda börn sín. Þátttakendur töldu að ung- og smábarnavernd ætti að sjá um að veita foreldrum uppeldisfræðslu og stuðning en um fimmtungi fannst það ekki vera hluti af sínu starfssviði. Flestum þátttakendum þótti þörf á auknu framboði á faglegri uppeldisráðgjöf (82%) ásamt sérmenntuðum einstaklingi til að fræða og styðja foreldra 0–2 ára barna sem hægt væri að vísa foreldrum til (99%). Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að gefa góða mynd af því sem starfsfólki ung- og smábarnaverndar finnst um þörf á foreldrafræðslu, styðja við stefnumótun foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar og þá sem starfa við fræðslu til foreldra.

 • Útdráttur er á ensku

  The purposes of this study were to examine the perspectives of infant health care workers on the need for support and parent education for the parents of infants in Iceland as well as to determine what aspects of parent education need to be emphasized. Additionally, this study aimed to examine infant health care workers’ experiences in providing parent education. The two research questions are as follows: 1) How do infant health care workers view the need for educating parents of children aged 0–2 years on parenting, and what specific topics do they think need to be addressed; 2) What is the experience of infant health care workers in educating parents of children aged 0–2 years on parenting?
  The first two years of life for every human are characterized by development, which affects the rest of their lives. Therefore, parents must be equipped to provide adequate support to meet their child’s needs in all areas of development. Infant health care workers are the only group of professionals interacting with almost all children between the ages of 0–2 years and their parents; notably, 90% of children and their parents attend check-ups and vaccinations until the child is 18 months old. The need for parent education and support for parents with children in this age group has scarcely been researched in Iceland. Therefore, it is important to note these professionals’ insights regarding their work with both parents and children.
  A questionnaire was sent to all infant health care workers in Iceland, except for one site in the capital area that refused to participate. In total, 200 health care workers received the questionnaire, and 101 completed and returned it. Statistical data were analyzed, and answers to the open-ended questions were thematically analyzed.
  The participants stressed that there is a great need for increased parent education and support. Specifically, they felt that parents need more education on parenting, child development, care, attachment, screen time, and their new role as a parent. The results emphasized the need for experts in these matters to teach these topics in parent education. The participants considered parents’ knowledge on emotional development the lowest amongst the areas of development, and they stated that approximately half of all parents have unrealistic expectations about their 0–2-year-old children, considering their age and development. Approximately 44% of the participants believed that parents do not adequately emphasize the importance of spending uninterrupted time with their child. Moreover, 73% of the participants stated that parents have average to less-than-average knowledge of how to encourage secure attachment. A large portion of the participants stated that parents lack awareness of the effect that experiences in infancy have on life and well-being later on. About half the participants stated that parents have difficulty setting boundaries for their child and following through with them. The majority thought that 1–2-year-old children control their parents, and slightly over one-third thought that parents are overprotective of their children. The participants agreed that the infant health care system should provide parent education and support, but one in five felt that it is not their responsibility. Additionally, the participants emphasized the need for a professional to educate, support, and mentor parents of 0–2-year-old children. The results of this study reflect infant health care workers’ evaluation of the need for strategic planning of education for parents and those who work as parent educators.

Samþykkt: 
 • 29.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf227.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þórey Huld Jónsdóttir, Þörf á uppeldisfræðslu fyrir foreldra 0-2 ára barna - sjónarhorn starfsfólks í ung- og smábarnavernd.pdf1.54 MBLokaður til...31.10.2023HeildartextiPDF

Athugsemd: Ritgerð læst á meðan verið er að skrifa grein