is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37245

Titill: 
 • Reynsla foreldra barna með sálfélagslega erfiðleika af stuðningi úr skólakerfinu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Þriðjungur barna á Íslandi þarf sérkennslu eða stuðning til að stunda nám og eru sálfélagslegir erfiðleikar talin eina aðalástæðan. Sálfélagslegir erfiðleikar geta haft neikvæð áhrif á velferð og lífsgæði á fullorðinsárum. Foreldrar barna með sálfélagslega erfiðleika búa oft við meiri streitu en aðrir foreldrar, sem getur haft áhrif á líðan og hegðun barnanna. Mikilvægt er að foreldrar fái stuðning úr skólakerfinu og að hægt sé vinna heildrænt með þarfir, styrkleika og færni barnsins í nærumhverfi þess.
  Tilgangur rannsóknarinnar: Að skoða reynslu foreldra barna með sálfélagslega erfiðleika af stuðningi og úrræðum úr skólakerfinu.
  Aðferðir rannsóknar: Eigindleg rannsókn, Vancouver skólinn í fyrirbærafræði. Tekin voru 20 opin og óstöðluð viðtöl við foreldra og/eða forráðamenn barna með sálfélagslega erfiðleika. Auglýst var eftir þátttakendum og alls tóku 20 konur og einn karlmaður þátt. Viðtöl við hvern þátttakenda voru tvö, tekin voru 40 viðtöl í heildina.
  Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós þrjú yfirþemu; börnin sem passa ekki í kassann, skortir úrræði og dyrnar opnast. Reynsla foreldranna var að rekja skerta færni barnanna vegna samspils einstaklingsþátta, umhverfisátta og þátttöku þeirra í skólatengdum athöfnum. Foreldrum fannst erfitt að fá aðstoð í skólakerfinu, að greiningarferli væri aðgöngumiði fyrir aðstoð en tryggði ekki stuðning eða úrræði. Trú foreldra á eigin áhrifamátt og góð reynsla af starfsfólki reyndust hjálplegt.
  Ályktun: Leggja þarf áherslu á færni í stað sjúkdómsgreininga og að skólayfirvöld móti heildræna aðgerðaráætlun varðandi stuðning og úrræði í skólakerfinu. Foreldrar vilja sjá ríkari áherslur á margbreytileika í námi og kennslu, aukinn skilning og þekkingu hjá starfsfólki og stuðning við fjölskyldur. Niðurstöður benda til mikilvægis þess að fjölga fagfólki í skólum til að hægt sé að að koma betur til móts við nemendur með sálfélagslega erfiðleika. Með sérþekkingu á ólíkum þörfum nemenda og færni við skólatengda iðju eru iðjuþjálfar mikilvægur hlekkur í öllu forvarnar- og meðferðarstarfi í skólum.
  Lykilorð: Skólafærni, sálfélagslegir erfiðleikar, stuðningur, úrræði

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: One-third of children in Iceland need special education or support to learn, mostly due to psychosocial difficulties. Psychosocial difficulties can have a negative effect on the well-being and quality of life in adulthood. Parents of children with psychosocial pain are at more risk of parental stress, which can affect the child's well-being and behavior. It is important that the support from the school system is holistic, with the emphasis of the child‘s need, strength and level of function.
  The purpose of the study: To examine the experiences parents of children with psychosocial difficulties have of support and resources in the school system.
  Research Methods: Qualitative Research, Vancouver School of Phenomenology. Twenty-five open-ended interviews were conducted with parents and/or guardians of children with psychosocial difficulties. Participants were recruited through advertisement and a total of 20 women and one man participated. Interviews with each participant were two, a total of 40 interviews were conducted.
  Results: Results were analyzed according to three main themes; children who do not fit in the box, lack resources and the door opens. The parents' experience was that the children's difficulties could be traced to impaired skills due to nerve disorders, difficult home conditions, and the lack of understanding and knowledge of school staff. Parents found it difficult to get help from the school system, that the diagnostic process was a ticket to help but did not guarantee support. Parental self-advocacy and positive experience of the staff proved to be helpful.
  Conclusion: Emphasis must be placed on function instead of diagnosis, and that the school authorities adopt a comprehensive action plan regarding support and resources in the school system. Parents wish that a greater emphasis is put on diversity in learning and teaching, increased understanding and knowledge from the staff, support for families, and increased access to professionals. With their expertise in the different needs and neurodiversity of students and skills in school-related occupations, occupational therapists play an important part in prevention and treatment in schools.
  Keywords: School skills, psychosocial difficulties, support, resources

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.12.2030.
Samþykkt: 
 • 2.11.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf786.73 kBLokaður til...31.12.2030HeimildaskráPDF
Reynsla foreldra barna með sálféagslega erfiðleika af stuðningi 15.10.20.pdf936.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna