is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37247

Titill: 
 • Grænar grundir. Saga, forsenda og hönnun grunnskólalóða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til B.S. gráðu í Landslagsarkitektúr frá Landbúnaðar-háskóla Íslands. Reynt er að komast til botn um af hverju skólalóðir eru eins og þær eru.
  Ímynd skólalóða er almennt ekki góð. Þær eru sagðar gráar og óspennandi og að ástæðan sé strangur lagarammi og hræðsluáróður í þjóðfélaginu, fólk vill ekki að börnin slasist. Einnig er spurning hvort landslagsarkitekarnir/hönnuðirnir séu fastir í sama farinu og hver áherslan hjá þeim sé. Börn eyða meiri part dagsins í skólanum og því er skólalóðin næsta útiumhverfið þeirra. Umhverfið sem er hluti af vinnuumhverfinu ætti með öllu að vera nærandi.
  Skólalóðir er efni sem virðist ekki hafa verið sett hátt undir höfði varðandi heimildir eða skráningu. Fáar heimildir um þróun eru til um íslenskar sem og erlendar lóðir sem bendir til þess hversu lítið hefur verið hugsað út í þær. Úti í heimi eru þó um 30 ár síðan fólk áttaði sig á að grænkun hafi bæði góð andleg og líkamleg áhrif á börn. Þar er aðaláhersla lögð á að koma gróðri og náttúru inn á lóðirnar, bæði til að fjölga tækifærum á mismunandi leik en einnig til þess að hægt sé að nota þær í kennslu. Til eru aragrúi af rannsóknum sem hafa kannað áhrif gróðurs og náttúru á börn og mæla þær allar með því að sem mestum tíma sé eitt í kringum hið græna. Ennfremur eru til ítarleg leiðbeiningarrit um hvernig grænkun lóða fer fram og hvað getur verið á þeim, þau eru einnig byggð á rannsóknum.
  Þróun skólalóða á Íslandi virðist vera á leið í átt að grænkun, þ.e. margt bendir til þess að hugsunarháttur kennara um hvað náttúran getur gert fyrir skólaumhverfið sé kominn en einnig viljinn til að framkvæma. Það á einnig við um sum bæjaryfirvöld og hönnuði. Þó er þörf á frekari rannsóknum og vitunarvakningu þegar kemur að íslenskum skólalóðum. Ef til vill þyrfti að skerpa á þessum málaflokki innan þeirra laga sem hann lútir.

Samþykkt: 
 • 18.11.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S_ritgerd_ElisabetBjarnadottir.pdf9.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna