is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37250

Titill: 
  • Börn sem aðstandendur: Börn sem eiga foreldri með geðsjúkdóm
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn er lokaverkefni rannsakanda til MA gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda. Markmið rannsóknar var að reyna að kortleggja þann fjölda barna sem býr á heimili þar sem foreldri er með geðsjúkdóm og nýtir sér þjónustu Þunglyndis- og kvíðateymis Landspítala. Skoðað var hvort fjölskyldur hafi fengið stuðning frá félagsráðgjafa á Landspítala eða hvort fjölskylda hafi fengið stuðning frá Fjölskyldubrú. Einning var litið á hvort einstaklingar hefðu verið tilkynntir til barnaverndar þar sem barnavernd veitir einnig stuðning og aðhald til fjölskyldna. Breyting var gerð á lögum um sjúklinga árið 2019 þar sem kveðið var á um að heilbrigðisstarfsfólk spyrji langveika einstaklinga hvort börn séu á viðkomandi heimili og ef svo er veiti þeim stuðning og þjónustu. Því er mikilvægt að kanna hvort og hvaða stuðning fjölskyldur eru að fá þar sem foreldrar eru að glíma við geðræn veikindi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að stuðningur sé til staðar en mætti þó vera meiri að mati rannsakanda. Mikilvægt sé að veita börnum fræðslu, stuðning og viðeigandi aðstoð þegar langvarandi veikindi koma upp innan fjölskyldunnar.
    Lykilorð: Félagsráðgjöf, Fjölskyldubrú, stuðningur við börn, geðsjúkdómar foreldra, langvarandi veikindi, barnavernd.

Samþykkt: 
  • 19.11.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing-Steinunn-Pétursdóttir.pdf206,85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Steinunn Petursdottir- Lokaeintak.pdf906,02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna