is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37252

Titill: 
  • Skaðleg áhrif kláms á kynferðisofbeldi í nánum samböndum ungmenna
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Undanfarinn áratug hefur átt sér stað mikil tækniþróun og hefur aðgangur að klámi orðið greiðari. Mun fleiri unglingar hafa aðgang að Internetinu en áður og sýna rannsóknir að meirihluti íslenskra unglinga hafa séð klám. Þrátt fyrir þetta hefur kynfræðsla ekki þróast í takt við tækniþróunina og aukið klámáhorf unglinga. Mikið af klámi sem er aðgengilegt á netinu er gróft og gefur ranga mynd af kynlífi og samskiptum kynjanna. Markmiðið með rannsókninni var að skoða áhrif kláms á kynferðisofbeldi í nánum samböndum ungmenna, auk þess að skoða fræðsluþarfir unglinga um klám í kynfræðslu í framhaldsskólum. Megindleg rannsókn var framkvæmd á framhaldsskólanemum, 18 ára og eldri. Rafrænn spurningalisti var sendur á fimm framhaldsskóla þar sem spurt var um kynheilbrigði og kynhegðun, klám, kynferðisofbeldi í nánum samböndum og kynfræðslu. Alls svöruðu 862 nemendur spurningalistanum, sem var 32% af úrtakinu. Mikill meirihluti þátttakenda hafði séð klám. Munur var á milli klámáhorfs karla og kvenna, en karlar horfðu að meðaltali mun oftar á klám á mánuði en konur. Karlar voru einnig marktækt yngri þegar að þeir sáu klám í fyrsta skipti en meðalaldur þátttakenda þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti var 12 – 13 ára. Mjög hátt hlutfall þátttakenda höfðu upplifað kynferðislegt ofbeldi í nánum samböndum, en marktækt fleiri konur en karlar voru þolendur þess. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að klámáhorf hefur áhrif á gerendur kynferðislegs ofbeldis. Þeir þátttakendur sem horfðu á gróft klám voru líklegri til þess að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi en þeir sem höfðu ekki horft á gróft klám. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að stór hluti þátttakenda voru þeirrar skoðunar að kynfræðsla sem þeir höfðu fengið í grunn- og framhaldsskóla hafi ekki verið nægilega góð. Ekki hefur rík áhersla verið lögð á klám í þeirri kynfræðslu sem þátttakendur hafa hlotið hingað til. Hins vegar voru þátttakendur sammála um að fræðsla um klám væri mikilvægur hluti af kennsluefni í kynfræðslu.

  • In the past decade a major technological advances have occurred and have provided an easy access to pornography. Most of Icelandic adolescents have access to the Internet and studies have shown that the majority of them have seen pornography. In spite of the technological development and the easier access to pornography, sex education has not developed at the same rate. Much of the pornography available on the Internet includes violence and showes a distorted image of sex and relationships. The aim of this study was to examine the effects pornography can have on sexual violence in intimate relationships among adolescents and to gauge the need for a better sex educations in Icelandic schools. A quantitative research study was conducted with the participation of college students from five colleges, aged 18 and older. The questionnare contained questions about pornography, sexual health, sexual behavior, sexual violence in intimate relationships and sex education. A total of 862 students completed the questionnaire, which was 32% of the sample. Majority of the participants had seen pornography. The viewing of porngraphy was different between the genders, men tended to watch porn more often then women did. Men also tended to be younger when they saw pornography for the first time but the average age over all was 12 – 13 years old. The findings of the study also showed that high percentage of participants had been victims of sexual abuse in intimate relationships, with far more women having been victims than men. According to the findings pornography viewing affected perpetrators of sexual abuse in intimate relationships. Participants who watched violent pornography were more likely to have sexually abused someone they were in an intimate relationship with. The results of the study showed that most of the participants felt the sex education they had received in both elementary school and college adequate. However, the sex education they had received did not put emphasis on educating them about pornography. The majority of the participants felt that an education about pornography was a necessary part of sex education in school.

Samþykkt: 
  • 19.11.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn Birna-yfirlýsing.pdf392 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þórunn Birna - MA ritgerð.pdf806.67 kBLokaður til...20.02.2021HeildartextiPDF