en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37254

Title: 
 • Title is in Icelandic "Þú átt allt öðruvísi heimili en aðrir": Upplifun og reynsla feðra sem eiga börn á einhverfurófi
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsókn þessi er lokaverkefni til MA-gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun feðra hér á landi sem eiga börn á einhverfurófi; með það að markmiði að auka þekkingu, skilning og vitund samfélagsins á aðstæðum þeirra. Rannsóknin var unnin eftir aðferðum eigindlegrar aðferðafræði og voru tekin viðtöl við sjö feður einhverfra barna. Greining gagna leiddi í ljós fjögur meginþemu. Þau eru: Ferli greiningar, þjónustukerfi, hlutverk feðra innan fjölskyldunnar ásamt samskiptum foreldra, fjórða þemað var svo viðhorf feðranna til einhverfu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við markmið hennar sem var að veita innsýn í reynslu og aðstæður feðra barna á einhverfurófi. Helstu niðurstöður benda til að aukning hafi orðið á þátttöku feðra í umönnun barna í nútímasamfélagi, en þeir mæti vissum hindrunum í hlutverki sínu, bæði innan þjónustukerfisins sem og í viðhorfi samfélagsins. Einnig benda niðurstöður til að feður upplifi streitu og álag í föðurhlutverki og parasambandi sem er sambærilegt fyrri rannsóknum á líðan mæðra einhverfra barna. Jafnframt sýna niðurstöður að feður upplifa reynslu sína sem ferli aðlögunar að breyttum aðstæðum og væntingum.
  Frekari rannsókna er þörf á reynslu feðra sem eiga einhverf börn. Með auknum skilningi væri betur hægt að mæta þörfum þeirra og vonast höfundur til að þessi rannsókn komi að gagni við þróun frekari fróðleiks og kunnáttu um stöðu feðra gagnvart einhverfum börnum sínum og samfélaginu.
  Lykilorð: Einhverfa, greiningarferli, föðurhlutverk, viðhorf til einhverfu.

Accepted: 
 • Nov 20, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37254


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman_yfirlysing_utfyllt.pdf218.34 kBLockedDeclaration of AccessPDF
MA-Lokaskil-lokaskjal_II.pdf1.1 MBOpenComplete TextPDFView/Open