is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37256

Titill: 
 • Náttúran græðir og grætur með mér: Áhrif náttúru á streitu
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Áhugi fyrir áhrifum náttúrunnar á heilsu þegar unnið er með sálfélagslegan vanda hefur aukist verulega á síðustu árum. Í kjölfarið hefur viðfangsefnið kveikt áhuga fræðimanna sem hafa í rannsóknum sínum veitt áhrifum þess að dvelja úti í náttúrunni á streitu sérstaka athygli. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun og reynslu þátttakenda sem áttu við streitutengdan vanda að etja af fjögurra vikna námskeiði þar sem áhersla var á tengingu við náttúruna. Auk þess að skoða hvaða vísbendingar niðurstöður veittu um gæði og árangur námskeiðs. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að takast á við streitutengdan vanda og vera vísað á námskeið af Virk starfsendurhæfingu. Tilgangurinn var að auka þekkingu af áhrifum náttúrunnar þegar unnið er með streitutengdan vanda og hvort sú nálgun gæti þjónað sem meðferð gegn streitutengdum vanda. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri og megindlegri nálgun. Tekin voru fjórtán viðtöl við sjö viðmælendur, í upphafi námskeiðs og svo um fjórum vikum síðar. Einnig var spurningalisti, sem metur innri líðan og hegðun, lagður fyrir þátttakendur og aðstandendur í upphafi og svo um fjórum vikum síðar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áhrif þess að dvelja í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á streitu. Þátttakendur lýstu áhrifum þess að dvelja í náttúrunni undir leiðsögn faglegs leiðbeinanda sem styðjandi við að ná ákveðinni ró og einbeitingu til að greiða úr tilfinningalegum vanda sem síðan hafði jákvæð áhrif á streitu einkenni. Niðurstöður sýndu einnig fram á jákvæða breytingu í hegðun og líðan og upplifðu þátttakendur að það væri auðveldara að takast á við lífið. Einnig kom fram mikilvægi leiðbeinendanna og námskeiðsformsins þar sem unnið var út frá kenningum reynslunáms og ígrundun nýtt til lærdóms.
  Það er von rannsakanda að niðurstöður þessarar rannsóknar auki áhugann á frekari rannsóknum á náttúru og líðan ásamt því að vera leiðbeinandi við þróun sambærilegra úrræða.

  Lykilorð: Náttúra, streita, örmögnun, kulnun, endurheimt, reynslunám, leiðbeinendur, námskeið

 • Útdráttur er á ensku

  Many of today’s research focuses especially on natures effects on stress levels. There is a growing interest in using the effects of nature in modern treatment programs. The goal of this research was to discover how participants experienced the effects of nature in a four weeks course that uses nature as a treatment method. The aim was also to find out if the results could indicate about the quality and success of the course. All participants where dealing with stress related problems and attained the course through Virk -vocational rehabilitation. They were asked how they experienced the effects of nature on their stress levels, how they would describe nature and to see if their behaviour and feelings changed after being in close relation with nature. The purpose of this research is to gather more knowledge on how nature works as a form of treatment and if this kind of approach could be beneficial towards stress related problems. Another purpose of this research was to find out the quality and results of the program. The research was conducted with both qualitative and quantitative methods. Fourteen interviews were held with seven individuals, first in the beginning of the course and again four weeks later. Also an ASEBA questionnaire was administered, which evaluates inner wellbeing and behaviour. It was presented for participants and relatives in the beginning and then again about four weeks later for comparison.
  The results of the research show that the effects of nature did have a positive influence on stress levels for the participants. Participants said that dwelling in nature under the guidance of a professional mentor as support helped them achieve a certain calmness and concentration to solve emotional problems that than had a positive effect on stress symptoms. The results also showed positive changes in the behaviour and wellbeing and the participants felt it was easier to cope with life. The importance of the instructors and course format was also emphasized, as the work was based on the theories of experiential learning where reflection was used.
  The researcher hopes that the results of this study will increase the interest of further research on nature and well being, as well to be a guidance for further development of similar resources.

  Keywords: Nature, stress, exhaustion, burn out, restoration, experiential learning, instructors, course.

Samþykkt: 
 • 23.11.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_BerglindMagnusdottir_meðferð_lokaverkefni.pdf1.19 MBLokaðurYfirlýsingPDF
FRG442L_MAverkefni_BerglindMagnúsdóttir_Lokaskil1_desember2020.docx.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna