is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37257

Titill: 
  • Viðhorf reykvískra barna til efnislegrar fátæktar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Á heimsvísu búa um 47% barna við fátækt og hefur verið bent á að það hlutfall gæti hækkað í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins. Fáar íslenskar rannsóknir hafa verið unnar er varða fátækt barna hvort heldur sem er viðhorf þeirra til fátæktar eða reynslu af því að búa við fátækt. Niðurstöður viðhorfsrannsóknar sem gerð var árið 2007 benda til þess að að börn á Íslandi skilgreini fátækt sem óuppfylltar grunnþarfir og skort á félagslegum tengslum. Þá er reynsla íslenskra barna sem búa við fátækt að fátæktin komi niður á tengslum þeirra við fjölskyldur sínar og ættingja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf barna til efnislegrar fátæktar, hvernig þau sjá fátækt og hvernig fátækt birtist þeim í nærumhverfi. Tilgangur rannsóknarinnar er að leita eftir hugmyndum barna um hvernig hægt sé að bæta aðstæður barna sem búa við fátækt auk þess að varpa ljósi á skilning barna á fyrirbærinu. Rannsóknarspurningarnar voru: Hver eru viðhorf reykvískra barna til efnislegrar fátæktar á Íslandi og hvað telja reykvísk börn að sé mikilvægt að gera til að bæta aðstæður barna sem búa að þeirra mati við fátækt? Rannsóknin var megindleg og var spurningalisti lagður fyrir 96 þrettán ára börn í tveimur skólahverfum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að reykvísk börn skilgreini fátækt sem skort á grunnþörfum líkt og mat, peningum, fatnaði og húsaskjóli. Ekki var munur á skilgreiningum barnanna eftir skólahverfum, fjölskylduaðstæðum eða eigin upplifunum á fátækt. Einnig kom fram að reykvísk börn þekkja til fátæktar í sínu nærumhverfi og telja mikilvægt að hjálpa börnum sem búa við fátækt með því að gefa þeim peninga og aðrar nauðsynjar. Fáir ræddu hjálp í formi samfélagsbreytinga.
    Lykilorð: Börn, viðhorf, fátækt, aðstoð, þátttaka.

Samþykkt: 
  • 23.11.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing-Elísa.pdf189,92 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MAverkefni_EK.pdf1,81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna