Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/37258
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu einstaklinga sem eru heimilislausir með vímuefnavanda af þjónustu sem þeir hafa þegið frá félagsráðgjafa. Markmið rannsóknarinnar er þar að auki að kanna hvernig einstaklingarnir upplifa viðmót félagsráðgjafa í sinn garð, hvort þeir finni fyrir fordómum, stimplun eða öðru slíku í samskiptum sínum við félagsráðgjafa. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga, þrjár konur og fjóra karlmenn. Viðmælendur áttu það sameiginlegt að hafa verið heimilislausir og glímt við vímuefnavanda. Viðmælendur voru á aldrinum 22-45 ára.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að stór hluti viðmælenda hafði upplifað fordóma og stimplun í sinn garð í samskiptum sínum við félagsráðgjafa. Viðmælendur voru á einu máli um að sú stimplun sem þeir hefðu orðið fyrir væri tengd notkun þeirra á vímuefnum. Stimplunin hefði valdið þeim kvíða og annarri vanlíðan og í sumum tilfellum orðið til þess að það hindraði þá í að sækja sér þjónustu hjá félagsráðgjafa. Flestum viðmælendunum fannst vanta betra upplýsingaflæði varðandi þjónustu og réttindi sem þeim stæði til boða og að aukinn skilning vanti á stöðu þeirra sem eru heimilislausir og með vímuefnavanda.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að einstaklingar sem eru heimilislausir og með vímuefnavanda eru margir hverjir fremur jaðarsettir í samfélaginu og hafa upplifað fordóma í sinn garð sem getur hindrað fólk í að sækja sér viðeigandi þjónustu. Sökum þess er mikilvægt að einstaklingar í slíkri stöðu fái aðstoð og þjónustu sem er fjölbreytt, sveigjanleg og einstaklingsmiðuð. Huga þarf að breytingum hvað varðar viðmót félagsráðgjafa sem veita þessum einstaklingum þjónustu þar sem hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunar væri höfð að leiðarljósi til að mæta einstaklingnum á jafningjagrundvelli án kröfu um að neyslu vímuefna sé hætt áður en unnt sé að aðstoða einstaklinginn.
Lykilorð: heimilisleysi, vímuefnavandi, jaðarsetning, stimplun, fordómar.
The main objective of this research was to shed a light on the experiences of individuals who are homeless and with substance abuse problems from services they have received from a social worker. Furthermore the aim was to examine how individuals experience social workers’attitudes towards themselves, whether they experience prejudice, stigma or other things in their communication with social workers. The research was conducted by taking interviews with seven individuals, three women and four men, under the guidelines of qualitative research. The individuals had all experience of beeing homeless and struggling with substance abuse problem. The interviewees range in age from 22 to 45 years old.
The findings of the research indicated that a large part of the participants had experienced prejudice and stigma in their communication with social workers. They all agreed that the stigma they had experienced was related to their use of drugs. And that the effect of the stigma had caused them anxiety and discomfort and, in some cases prevented them from seeking the service they needed from a social worker. Most of the interviewees felt a better flow of information was needed regarding services and rights available to them. They also experienced a lack of understanding of their situation as a homeless person struggling with a drug problem.
The results show that many homeless individuals who struggle with substance abuse are rather marginalized in the society and have experienced prejudice that could prevent them from seeking appropriate services. For this cause it is highly important for individuals in this situation to receive service that is diverse, flexible and individual-oriented. Changes in the approach of social workers who provide services to these individuals need to take into consideration, where the harm reduction approach would be used to be able to meet the individuals on an equal base without the requirement to stop using drugs before getting the service they need.
Keywords: homelessness, substance abuse, marginalization, stigma, prejudice.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing.pdf | 226,92 kB | Locked | Declaration of Access | ||
MA-Upplifun-og-reynsla-heimilislausra-einstaklinga-með-vímuefnavanda- LOKA.pdf | 763,81 kB | Open | Complete Text | View/Open |