is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3726

Titill: 
  • Ég vil læra íslensku, hvað með þig? Eigindleg rannsókn á viðhorfum nýbúa til íslenskukennslu á vef
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ég vil læra íslensku, hvað með þig? er námsvefur sem var gerður af rannsakanda þessa lokaverkefnis. Til að gera námsvef var nauðsynlegt að fá yfirsýn og hugmynd um hvers konar námsefni nýbúar vilja læra. Talið var að með því að afla upplýsinga um upplifun og viðhorf þeirra til þess námsefnis sem þeir læra fengi höfundur betri heildarmynd á reynslu þeirra. Þess vegna ákvað höfundur að gera eigindlega rannsókn þar sem tekin voru opin viðtöl við fjóra nýbúa, tvo stráka og tvær stelpur á aldrinum 10–15 ára. Auk þess var gerð vettvangsathugun í þekktum grunnskóla sem hefur góða reynslu af móttöku nýbúa og fjölmenningarlegri kennslu. Þar var fylgst með hópi nýbúa í íslenskukennslu, auk þess sem fylgst var með einstaklingum sem voru í sérkennslu í íslensku. Í vettvangsathuguninni kom í ljós að kennarar notast mikið við myndrænt námsefni. Í opnu viðtölunum kom fram að nýbúum finnst erfiðast að læra íslensku bókstafina og þau hljóð sem þeir eiga. Allir nýbúar áttu það sameiginlegt að hafa lært íslensku með svokölluðum spjöldum með mynd á og heiti myndarinnar fyrir neðan. Höfundur tók mið af þessum niðurstöðum við gerð námsvefsins. Námsvefurinn er ekki viðamikill en gefur hugmynd um hvers konar efni mætti tefla fram fyrir nýbúa í íslenskukennslu.

Samþykkt: 
  • 28.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf273.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna