is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37268

Titill: 
 • „Hann er með miklu, miklu hærri laun en ég“. Þættir sem hafa áhrif á hvernig foreldrar haga fæðingarorlofi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig foreldrar taka ákvörðun um tilhögun fæðingarorlofs og hvaða þætti þeir telja hafa áhrif á ákvörðun sína. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd rannsóknarinnar. Foreldrar voru valdir með tilgangsúrtaki, valdir voru þátttakendur sem hentuðu markmiði rannsóknarinnar og höfðu persónulega reynslu og þekkingu á efninu, þ.e. höfðu lokið fæðingarorlofi. Tekin voru tíu viðtöl við 19 foreldra. Í viðtölunum var notast við viðtalsvísi en foreldrar stjórnuðu ferðinni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þó nokkrir þættir hafa áhrif á það hvernig foreldrar ákveða að skipta orlofinu sín á milli. Fjárhagsleg staða foreldranna og sú launaskerðing sem þeir verða fyrir á meðan á orlofinu stendur var sá þáttur sem vóg einna þyngst, ásamt brjóstagjöf og þörf á að brúa bilið á milli þess sem hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur og barnið kemst í dagvistun. Foreldrar gera ráð fyrir að barnið verði á brjósti og taka ákvarðanir út frá því, þ.e. að móðirin verði heima með barnið fyrstu mánuðina. Flestum foreldrunum langaði að verja meira tíma saman í orlofi, en fæstir höfðu tök á því. Þeir töldu orlofsdögunum betur varið tækju þeir þá í sitthvoru lagi, þannig væri barnið lengur heima og því eldra þegar það færi fyrst í dagvistun. Í ljós kom að sumir eru enn fastir í rótgrónum gömlum hugmyndum um hefðbundin kynhlutverk karla og kvenna. Í sumum tilfellum lengdi móðirin sitt orlof með hlutfallslegum greiðslum til að brúa bilið milli loks hefðbundins orlofstíma og þar til barnið fær inn á leikskóla. Feður fundu fyrir pressu frá samfélaginu þar sem gerðar voru athugasemdir um tímalengd fæðingarorlofs þeirra, meðal annars frá feðrum þeirra eða eldri frændum. Þeir sögðust ekki láta slíkar athugasemdir á sig fá. Þegar þrýstingur kom frá vinnuveitanda eða meðeiganda hafði það hins vegar meiri áhrif og feður létu undan og sneru fyrr til vinnu en planað var. Það kom hins vegar á daginn að þeir foreldrar sem vissu að þeir myndu ganga aftur að vinnu sinni vísri að orlofi loknu tóku sér lengra orlof.
  Lykilorð: Fæðingarorlof, skipting fæðingarorlofs, orlofsnýting, áhrifaþættir.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine how parents organize their parental leave and what they believe factors into their decision. The study was conducted using qualitative methods. Parents were chosen by purposive sampling, participants chosen were well suited for the goal of the research and had personal experiences and knowledge on the subject, that is, had completed their parental leave. Ten interviews were conducted on nineteen individuals, an interview guide was used during the interviews but parents controlled the flow.
  With the introduction of laws regarding birth- and parental leave (no. 95/2000) both parents gained the right to go on parental leave. However, that doesn’t mean that both parents have equal opportunities to make use of this right.The results showed that numerous factors influence how parents choose to organize their parental leave between themselves. The financial situation of the parents, and the cut in salary they will endure while on leave was one of the largest factors in their decision, along with breastfeeding. All the parents had decided prior to the birth of the baby how to organize their parental leave. They assume the baby will be breastfed and make a decision based on that assumption, where the mother will stay home with the baby for the first few months since the baby is biologically dependent on her during that time. Most of the parents wanted to spend more time together during the parental leave than they did, but few were able to. They considered the days of leave better spent by taking them separately in order for the baby to stay home longer. Some parents decided that the mother would take a longer leave and receive proportional benefits in order to bridge the gap between the end of the conventional parental leave until the baby starts kindergarten. It turned out that some people are still stuck in deep-seated old ideas about traditional gender based roles of men and women. The fathers felt pressure from the community on how long of a duration of parental leave they decided to take, often from fathers or older uncles. When this pressure came from their employer or co-owner, it had the most impact, and the fathers gave in and returned to work earlier than they had planned. As it turned out, parents who felt they would be able to return to their job unchanged, took longer parental leave.
  Keywords: Parental leave, split of parental leave, parental leave use, influence

Samþykkt: 
 • 27.11.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.pdf137.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA Ritgerð.pdf853.59 kBTakmarkaðurPDF