is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37269

Titill: 
  • Virðingarríkt tengslauppeldi. Reynsla foreldra hér á landi
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisnálgun þar sem sérstök áhersla er lögð á að bera virðingu fyrir barninu strax við fæðingu. Börn þeirra sem aðhyllast umrædda uppeldisnálgun eru hvött til að tjá tilfinningar sínar þar sem þær eru ávallt samþykktar og viðurkenndar af foreldrum. Börnunum er boðið hvetjandi umhverfi þar sem þau fá að leika sér án truflana og leyft að efla hreyfiþroska sinn á eigin forsendum. Í virðingarríku tengslauppeldi er áhersla lögð á sjálfstæðan leik og börnum gefið tækifæri til þess að leika sér án hjálpar og þeim er sýnt traust þegar þau eru að rannsaka, uppgötva eða læra eitthvað nýtt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu íslenskra foreldra sem hafa tileinkað sér virðingarríkt tengslauppeldi. Við rannsóknina voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru viðtöl við sex foreldra sem hafa reynslu af virðingarríku tengslauppeldi. Helstu niðurstöður sýndu að viðmælendur fundu fyrir auknu öryggi í foreldrahlutverkinu. Þeim fannst kjarni nálgunarinnar hjálpa þeim við að leggja góðan grunn að jákvæðum samskiptum á milli sín og barna sinna. Þeir voru einnig meðvitaðir um eigið uppeldi og hvernig það mótaði hegðun og hugsun þeirra ásamt því að hafa áhrif á þá sem uppalendur eigin barna.

Samþykkt: 
  • 27.11.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð - 2020 .pdf527.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf25.75 kBLokaðurPDF